föstudagur, 17. október 2008

Jarðvegur illgresis


Hér má hlíða á Dag B. Eggertsson í seinustu Kilju segja frá uppáhaldsbók afa síns, Gunnars Steingrímssonar. Bókin er Veröld sem var eftir Stefan Zweig þar sem höfundur verður vitni að uppgangi nasismans, fasismans og kommúnismans. Honum finnst þó þjóðernishyggjan verst því hún er tæki allra hinna hreyfinganna til að ná framgangi.


Mér finnst þetta umhugsunarvert núna þegar kynt er undir Íslenskri þjóðernishyggju. Þegar búið er að riðlast á almenningi er hrópað stöndum saman, sýnum samstöðu. Við höfum eignast sameiginlegan óvin og eigum að tromma saman á torgum samstöðunni til dýrðar. Bensínstöðvar og aðrir mangarar flagga íslenska fánanum og drífum okkur svo á landsleikinn!!

Til hvers? Svo við herðum sultarólina stoltari? Svo við borgum saman? Af því það er svo æðislegt að vera Íslendingur, hvað sem það nú táknar.


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér er allt í kaldakoli.

Stjórnmálamenn vilja því beina reiði almennings út fyrir landsteinana.

Hvar í flokki sem þeir standa.

Ömurlegt.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Góð athugasemd - - - og greiningin hjá þeim Degi og afa hans . . . enda tilvitnun í Stefan Zweig ekkert rugl

Unknown sagði...

Góð færsla hjá þér Hörrður. Hverning get ég verið stotur af því að vera íslendingur? Ég er stolltur af afrekum mínum í lífinu, en ég hafði voðalega lítið með það að gera að fæðast hér. Það er margt gott við ísland og ég er þakklátur að hafa fæðst hérna og óneitanlega á ég margt sameiginlegt með mörgum íslendingum. ég á líka margt sameiginlegt með fólki annarstaðar frá. Við verðum að varast útþanninn þjóðernisrembing. það sem skiptir máli er að við séum góð við hvort annað.

Palli

Nafnlaus sagði...

Góð athugasemd, Hörður. Mannkynið er ein þjóð og því fyrr sem það gerir sér grein fyrir því, þeim mun betra. Verst að það virðist þurfa að kosta miklar hörmungar enn.
Íslendingar verða nú vissulega að standa saman - en fyrst og fremst gagnvart eigin ábyrgðarleysi og ekki síst þeirra sem ábyrgðina eiga að bera: eigin ráðamanna, embættismanna og stjórnenda fjármálastofnana. Því miður virðist enginn vettvangur vera til þar sem við getum stillt saman strengi okkar - nema kannski einn: Austurvöllur næsta laugardag kl. 15. Því miður dettur mér ekki annað í hug í bili.