föstudagur, 3. október 2008

Þingrof

Þættinum hefur borist bréf:

"Ríkisstjórnin er gagnslítil í besta falli og Samfylkingingarráðherrar eru djúpt sokknir í að kóa með XD, Davíð og öllu rugli síðustu ára. Björgvin kokgleypti Glitnisleikþáttinn og er búinn að gefa Davíð alibí fyrir öllu. Eina manneskjan sem æmtir er Þorgerður Katrín.

Það er tímabært að Samfylkingin krefjist þess að lögum um Seðlabanka verði breytt, Davíð verði látinn fara og stefnt verði að umsókn um ESB aðild. Solla hlýtur að fara með þingrofsréttinn með Geir."

Ég er sammála þessu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líka eg.
Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ég held að það séu fjölmiðlarnir sem eru gagnslausir - hafa apað eftir hverjum sem er það sem sagt hefur verið á Íslandi í vikunni. Bloomberg hefur svo þýtt þetta í rólegheitum og birt.

Ef ég væri í vinnu í alþjóðabanka og ríkisstjórnarsamstarfið myndi slitna núna, eða seðlabankastjóri rekinn, þá myndi ég taka enn frekar til fótanna og hætta að svara öllum númerum sem byrja á +354.

Nafnlaus sagði...

... eru menn ekki eitthvað að rugla með hugtök í þessum pistli þínum Höddi?

Geir, sem forsætisráðherra, getur beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En hvorki hann né Solla rjúfa þing, ekki sem slíkt.

Það er hinsvegar í hlutverki forseta Íslands að geta gert. Hann getur rofið þing hvenær sem honum sýnist svo.

kv, GHs

Nafnlaus sagði...

Jú. Forsætisráðherra fer með þingrofsréttinn í nafni forseta Íslands sem skrifar undir með forsætisráðherra sem ber þingræðislega og lagalega ábyrgð á þeirri gjörð eins og öðrum sem framkvæmdar eru í nafni forsetans. Aðeins málskotsréttur forseta er í hans eigin valdi.