miðvikudagur, 15. október 2008
Hún vann hjá Glitni
97 var sagt upp hjá Glitni í dag.
Ein þeirra sem fékk uppsagnarbréfið er 57 ára gömul einstæð kona sem hefur þjónað bankanum alla sína starfsævi.
Nítján ára fór hún að vinna hjá forvera þessa Glitnis sem nú þarf ekki lengur á henni að halda og hún hefur aldrei unnið annarsstaðar.
Við lesum um að aðallega fái fólk í verðbréfadeildunum uppsagnir og ósjálfrátt hugsar maður að þetta uppalið sem hefur komið okkur í þessa stöðu þurfi nú bara að bíta í það súra. En svo persónugerist þetta svona fyrir framan mann.
Nú ríður á að þjóðin standi saman, sýni samstöðu og allir taki á saman og það er örugglega mikils viði fyrir þetta sameiginlega átak að þessari konu var sagt upp. Og ef það er erfitt að feisa þetta þá er nú svo gott að hugsa til þess að allir nýju bankastjórarnir eru konur. Nú stjórna konurnar, frábært.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þetta er ömurlegt. Miðað við frásögn þína ætti þessi kona að geta gengið í flest verk í bankanum. Hverjir ætli séu í því skítverki að velja úr þá sem eiga að fara?
Ég er ekki sáttur við svona framkomu í bankanum mínum, Ríkisbankanum.
Voru kannski kapítalistarnir betri (manneskjulegri) eftir allt saman?
Bjarni
þú gerir þér grein fyrir að í bönkum vinnur venjulegt fólk sem á venjulegt líf, maka og börn eins og annað fólk...
...ótrúlega rætið og ljótt viðhorf (og týbískt fyrir umræðuna) að hugsa að bankafólk eigi það bara skilið að vera sagt upp, þar til þú þekkir einhvern
Já Katrín þetta er eiginlega alveg rétt hjá þér, ef þetta er sett svona fram. En ég hef ekki sagt að neinn eigi það skilið að missa vinnuna.
Þú gerir þér líka grein fyrir því að það er töluverð gremja í þjóðfélaginu gagnvart þeirri stöðu sem bankarnir haf sett þjóðina í og ekki óeðlilegt að halda að þar eigi verðbréfadeildir stóran hlut að máli.
En ef þú heldur að ég hafi meint að fólk eigi þessa harma skilda þá hef ég sett meiningu mína afar illa fram, eða einhverjar aðrar hindrani orðið á vegi þeirra á leiðinni til þín.
jamm, en svo er það líka að í 1500 manna fyrirtæki eins og landsbankanum og 1000 manna eins og glitni, þá eru afar fáir sem ráða einhverju...
...hinir eru bara að vinna vinnuna sína í góðri trú
Alveg fannst mér óþarft af þér að eyða þessari athugasemd minni.
Þetta er óskiljanlegt hlutur og þú sérð það sjálfur.
Það er aldrei gaman þegar fólk er rekið en það skiptir ekki máli hvort það er í einhverjum bankanum eða Björnsbakaríi.
Skrifa ummæli