föstudagur, 24. október 2008

Gott hjónaband


Þegar ég kom heim í kvöld sagði konan mér að hún hefði sótt um tíu miljóna lán í bankanum.


Og hvað ætlarðu að gera við þessa peninga?

Já sko fólkið í næsta húsi skuldar orðið svo mikið sagði hún.

En finnst þér að við eigum að borga fyrir þau?

Nei við borgum auðvitað ekki meira en lög gera ráð fyrir en nú er gerð krafa um að við borgum og það er líka mikilvægt að koma starfseminni og mannlífinu aftur af stað hérna í götunni, sagði hún.

En fólkið í næsta húsi fékk ráð frá fjármálaráðgjafa niðir í bæ, finnst þér ekki eðlilegt að þau segi honum upp áður en við förum að borga fyrir þau?

Nei sko – samningur við fjármálaráðgjafann er á ábyrgð mannsins í kjallaranum og ég get ekki gert neina slíka kröfu á hann eða krafist þess að hann taki slíkar ákvarðanir, sagði hún.

Hvernig eru skilmálarnir og á hvaða kjörum er þetta lán sem við erum að fara að taka?

Ja þú verður að skilja það, sagði konan mín, að ég ræddi við útibússtjórann sem á eftir að bera þetta lán undir útlánanefnd og stjórn bankans, ég verð auðvitað að virða trúnað við þetta fólk og get því ekki sagt þér neitt um þetta næstu daga.

Já ástin mín, varstu búin að kaupa í matinn?

Það verður nú örugglega lítið í matinn á næstunni, fólkið í næsta er náttúrulega búið að fara soldið illa með okkur, sagði hún.
Já ástin mín, ég skil, þú ert góð kona og þetta er gott hjónaband.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heppinn ertu maður :)

Nafnlaus sagði...

Þetta með kærustuparið slær næstum við sögunni um ömmu Davíðs. Haltu endilega áfram að létta okkur lundina í gegnum þetta...