sunnudagur, 5. október 2008

Eitt mikið diss ok pínlegt



Össur Skarphéðinsson sem m.a. hefur unnið sér það til frægðar oftar en einusinni að gerast skemmtikraftur eftir miðnætti og blogga af miklu hispursleysi svo vægt sé að orði komist er staðgengill formanns Samfylkingarinnar í forföllum formannsins.


Það er ögurstund og mikilvægar ákvarðanir teknar.

Samfylkingin er lýðræðislegur flokkur og vill vera það. Varaformaður flokksins er kosinn af flokksfélögum.

Núverandi varaformaður er hámenntaður og einmitt í þeim fræðum sem að gagni koma í krísunni núna. Hann er ekki í ríkisstjórn en hefur verið valinn af flokksfélögum, ekki bara einusinnu, heldur tvisvar.


Hver skipaði Össur í hlutverkið? Afhverju var hann settur í verkefnið en ekki varaformaðurinn eða bankamálaráðherrann, háttvirtur viðskiptaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála?


9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hefur komið fram í fjölmiðlum, að Ingibjörg Sólrún hafi valið Össur sem sinn fulltrúa.

Nafnlaus sagði...

Líklega eru þeir svo ungir drengirnir að þeim er ekki treyst...
Þeir líta út fyrir að hafa aldrei dýpt hendi í kalt vatn, eða slor eins og þeir sem eldri eru.

Nafnlaus sagði...

Ágústi var treyst, hr. nafnlaus, af flokknum en greinilega ekki öllum eins og eggert bendir á.

Nafnlaus sagði...

Össur er sjálfvalinn. Keep it in the family

Nafnlaus sagði...

Eru þetta ekki bara móralskar leifar af formannaslagnum á milli þeirra tveggja. það er að sejga; Ingibjörg er að reyna að gera veg Össurar sem mestan í ríkisstjórninni.
Svo hefur kallinn nú pólitíska reynslu sem ekki verður af honum tekinn.

Að sjálfsögðu á Ágúst Ólafur að vera við borðið sem varaformaður.

kv, GHs

Nafnlaus sagði...

Ástæða þess að Ágústi er haldið frá - bæði ríkisstjórninni á sínum tíma og björgunarpakkans nú - er hvernig hann náði embættinu á sínum tíma. Ég hélt að mynni fólks næði lengra en þetta.

Nafnlaus sagði...

"hvernig hann náði embættinu" ???
í tvígang???

Nafnlaus sagði...

hann er með BA próf í hagfræði og lögfræði - kannski ekki beint hámenntaður.. svo er pæling hvort ungir drengir hafi ekki fengið næg tækifæri í bili amk?

Unknown sagði...

Nei það er rétt. Tvær Bakkalár gráður teljast kanski ekki til hámenntunar í dag. Þarna gætti ónákvæmni hjá mér. Og greinilegt að þessar tvær gráður Ágústs slaga ekki upp í doktorspróf Össurar í lífræði.