sunnudagur, 19. janúar 2014

Enn ein kona ráðin leikskólastjóri


Kona hefur verið verið ráðin skólastjóri að leikskólanum Hraunborg í Reykjavík.
Tíu  umsækjendur voru um starfið en ekki er getið um kynjahlutfall í hópi umsækjenda í frétt á vef Reykjavíkurborgar þrátt fyrir markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, að greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni.
Ætti einhver að hafa áhyggjur af þessu? Jafnréttis eitthvað.
Það eru 286 leikskólar á Íslandi. Einn karlkyns leikskólakennri er skólastjóri. Hvað eru konurnar þá margar?
Eða eru allir hættir að reikna kynjahlutföll í mikilvægum starfsstéttum?


2 ummæli:

Unknown sagði...

Hagstofan 2012 er með þessa tölfræði: 214 leikskólastjórar og þar af 7 karlmenn.

Sé hvergi tölfræðina yfir kynjahlutfall menntaðra starfandi leikskólakennara.

Nafnlaus sagði...

Takk Hrafnhildur fyrir þessa ábendingu sem dregur fram hvað tölur Hagstofu eru villandi.
Nokkriri leikskólar á landsbyggðinni hafa sameinast grunnskólum og í öllum þeim sameiningum eða yfirtökum hafa grunnskólastjórarnir orðið skólastjórrar leikskólanna en halda áfram sínu stöðuheiti sem er ekki leikskólastjóri.

Eftir stendur það sem fullyrt er í blogginu "Einn karlkyns leikskólakennri er skólastjóri."

Kv. HS