mánudagur, 20. janúar 2014

Þjóðarsáttarvísitalan


Ef menn halda að kjarasamningar um lága prósentuhækkun tryggi að ekki komi til verðhækkana, verðbólgu og vísitöluskriðs, af hverju vísitölutryggja menn þá ekki launin?

Ef menn eru öruggir um að lág prósenta í launaliðum kjarasamninga sé raunveruleg trygging, af hverju sýna þeir ekki trú sína í verki og verðlagstryggja laun?

Með verðlagstryggingu launa væri ábyrgð á verðbólguþróun færð til fjármagnseigenda, fjármálastofnana, atvinnufyrirtækja og stjórnvalda. Þessir aðilar sem öllu ráða hefðu ekki lengur hag af verðbólgu.

Ég væri til í að samþykkja kjarasamning með engri hækkun ef hann væri vísitölutryggður.


Engin ummæli: