laugardagur, 11. janúar 2014

Ruslpólitík

Ólafur Sigurðsson skrifar skemmtilega grein í Fjarðarpóstinn í gær þar sem hann kvartar ekki yfir ýmsu í bænum sem hann nefnir þó skilvíslega á nafn.

Ólafur kvartar samt yfir sorphirðunni og hveru sjaldan sorp er hirt í bænum og er ósáttur við að staðan sé svona þegar bæjarstjórinn er vinstri grænn.

Ólafur segir: “Mig langar miklu frekar að  kvarta yfir því að ruslið skuli  ekki hirt oftar hérna í Setberginu.  Tunnur troðfullar fyrir jól, búinn  að hoppa á þeim tvisvar og svo  var grátunnan ekki hirt nema rétt  fyrir áramótin. Nýja bláa tunnan  hefur ekki verið hirt frá því fyrri  hluta desember en var hirt nú á  þrettándann. Þetta var ekki vandamál áður, nú er þetta alltaf  vandamál. “  og “…vinstri grænir eru ekki bara í bæjarstjórn heldur með bæjarstjórann líka. Þetta er bara svo mikil mótsögn við það hvernig maður þekkir þessa blessaða fjórflokka að maður verður steinhissa á trassa­skap hjá þeim sem síst ættu að leyfa svona hlutum að gerast, tunnurnar bara fyllast af rusli sem aldrei fyrr og það er kallað bætt sorphirða!"

En þetta mál hefur ýmsar pólitískar hliðar. Ég er einn af þeim fékk þennan óboðna gest, bláu tunnuna, heim til mín og hef áttað mig á að ég verð að lifa með henni og best er að taka henni fagnandi því það má svo sem setja ýmislegt í þessa tunnu…




Engin ummæli: