Gerður hefur verið samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og hinnar umdeildu stóriðju í bæjarjaðrinum.
Samkvæmt samningnum fá íþróttafélög 100 krónur fyrir að setja merki álbræðslunnar á keppnisbúning hvers barns.
Jafnframt skal hvert íþróttafélag birta birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan á vefsíði sinni og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf félagsins”
Á bréfsefni félagsins skal hvert félag birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf félagsins...
Og á öllu kynningarefni sem varðar barna- og unglingastarf félagsins, t.d. bæklingum og auglýsingum, birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf (nafn félags).
Að auki eru skilgreindar kröfu gagnvart sérhverju félagi um merki álbræðslunnar í húsakynnum og aðal keppnsiaðstöðu, að flaggað sé á mótum barnanna með merki stóriðjunnar, að keppni sé haldin tileinkuð Alcan og svo framvegis.
Fyrir þessa rausnarlegu notkun á barnastarfinu fær hvert íþróttafélag að jafnaði eina milljón króna á ári sem greidd er út í tveimur hlutum.
Einhverra hluta vegna kemur orðið misnotkun upp í hugann. Ég biðst undan því að Hafnarfjarðarbær selji aðgang að barninu mínu með þessum hætti.
10 ummæli:
Persónulega er ég á móti þessari auglýsingastarfsemi en það þýðir þá jafnframt að foreldrar greiði meira og/eða vinni í sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélögin eins geta sveitarfélögin fjármagnað þetta með auknum álögum á íbúa eða þá að þetta verði trappað niður. Æfingum fækkað og væntingar skrúfaðar niður.
Hvað með fyrirtæki sem menga td. flugfélög. Ef fjölskylda flýgur hingað frá Þýskalandi þá er það jafn mikil CO2 mengun eins og að keyra meðalfjölskyldubíl næstum í 1/2 ár. Hvað með gosdrykkjavörumerki, skyndibitastaði? Ál er í raun umhverfisvænn málmur sérstaklega ef orkan kemur úr endurnýjanlegri orku. Þetta yrði hvort eð er framleitt með orku kanski frá brúnkolum frá Kína. Heimurinn er því miður ekki svart hvítur. Kv.
Það fer hrollur um mann að umdeilt fyrirtæki og Rio Tinto skuli klæða búninga lítilla sakleysinga.
Þetta er nú ódýr auglýsing fyrir Alcan. Fyrir svona frekju ættu þeir nú amk að borga 5 milljónir.
Það er ánægjuefni að Alcan skuli styrkja íþrótta og æskulíðsstarf hér á landi.
Það á að fagna því að fyrirtæki sjá sér fært um að sýna samfélagslega ábyrgð og styrkja samfélagið að eigin frumkvæði.
Fjölmörg fyrirtæki gera þessa hluti og fa auglýsingu í staðinn.
Það nægir að skoða hvern einasta íþróttabúning í handbolta, fótbolta og körfubolta.
Þetta er auðvitað ekki styrkur heldur (ódýr) auglýsing. Og þess vegna hrein og klár ósannindi að "Rio Tinto Alcan á Íslandi styrki barna- og unglingastarf"
Ertu að halda því fram að engin fyrirtæki sem leggja fé í íþróttastarf gerir það til að styrkja íþróttastarfið?
eru öll fyrirtæki á Íslandi sem gera þetta eingögu að leitast eftir ódýrri auglýsingu?
Furðuleg ummæli að tala um þetta sem auglýsingu. Ætli það séu margir áhorfendur að kappleikjum barna sem kaupa ál?
Ef þetta væru gosdrykkir, flatbökur, eða eitthvað annað þá er það auglýsing en þetta er ekkert annað en styrkur.
Og er það bara ekki lagi að álfyrirtæki styrki íþróttastarfsemi?
Etv. eru mörg börn starfsfólks álfyrirtækisins sem stunda íþróttir og njóta góðs af styrk álfyrirtækisins sem er hið besta mál. Að auki sýnir álfyrirtækið samfélagslega ábyrgð með því að veita þessa styrki.
Það er óþarfi að blanda pólitískum rétttrúnaði af hálfu greinarhöfundar af því að honum eru illa við álfyrirtæki.
Daglega notar greinarhöfundur ýmis áhöld og tæki sem í er ál t.d. tölvuna sem hann hamrar þessa ergelsisgrein inn á, fær sér kaffi úr kaffipakka sem er álkæddur að innan til að halda kaffinu fersku, skenkir sér bjór að einhvern annan drykk úr áldós o.s.frv.
Það er óþarfi að fara í einhvert manngreiningarálit og sortera sum fyrirtæki sem góð og önnur sem slæm út frá pólitískir afstöðu greinarhöfundar.
Kæri Hörður
Hér er ekkert nýtt á ferðinni því samningurinn um þennan styrk var upphaflega gerður árið 2000. Styrkurinn hefur því verið við lýði í u.þ.b. 14 ár.
Það sýnir kannski hversu mikil auglýsing þetta er, að margir hafa ekki hugmynd um það :)
Framlag álversins er 9 milljónir króna á ári, sem dreifist til allra aðildarfélaga ÍBH. Hafnarfjarðarbær leggur fram jafnháa fjárhæð.
Til viðbótar var fyrir þremur árum bætt við aukaframlagi frá álverinu til þess að standa undir kostnaði við merkingar á búningum, svo að aðal-styrkurinn færi nú ekki í að merkja búningana eða þá að foreldrar yrðu fyrir kostnaði af því.
Þess má geta að merkin eru frekar smá. Í mjög mörgum tilvikum (líklega flestum) er aðalmerkið á keppnisbúningum barnanna frá öðrum styrktaraðila viðkomandi félags.
Á öllum þeim fótbolta- og körfuboltamótum sem ég hef farið á með mína drengi man ég ekki eftir einu einasta liði sem ekki var merkt styrktaraðila.
Stundum er þar um að ræða fyrirtæki sem hafa verið umdeild um lengri eða skemmri tíma, eins og ég býst við að flestir gætu nefnt dæmi um ef þeir hugsa málið.
Mér þykir leitt að þú skulir vera ósáttur við þetta fyrirkomulag en ég vek bara athygli á að merkingar á keppnisbúningum barna eru fremur regla en undantekning þannig að hér er ekkert óvenjulegt á ferðinni.
Það eina sem er vissulega mjög óvenjulegt er að fyrirtæki leggi meiri áherslu á að styrkja ungmennastarf - sem nýtist þúsundum þátttakenda en er lítið áberandi í fjölmiðlum - frekar en meistaraflokkana, þar sem auglýsingagildið er miklu meira en færri njóta með beinum hætti góðs af.
Með góðri kveðju,
Ólafur Teitur Guðnason
upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi
Það er ýmislegt í þessu hafnfirska bæjarfélagi sem ég er ánægður með. Annars finnst mér best að vera í friði meðan bæjarfélagið er rekið af einhverri skynsemi. Að grundvallarþjónustan sé í lagi og allt þetta venjulega.
Ég ætla til dæmis ekkert að kvarta yfir alltof, alltof háum skuldum bæjarins, það varð víst að byggja upp nýju hverfin eins og öll hin sveitarfélögin voru að gera á sama tíma og svo íþróttamannvirkin fyrir boltann en til þess varð að taka lán, erlend lán, þó svo að KB banki hafi varað við þeim á þeim tíma - þá tók hann Lúðvík bæjarstjóri nú samt erlent lán en sagði að vextirnir hefðu verið svo ágætir. Nú er hann þingmaður, nema hvað. Nei, ég ætla ekkert að kvarta yfir þessu og heldur ekki yfir langvarandi offjárfestingum í íþróttum og því að peningnum sé ekki deilt betur á aðrar tómstundir barna og unglinga eins og dans, leiklist, tónlist ofl. Við eigum bara að vera boltamenn (og konur) og þá bara það.
Svo ætla ég heldur ekki að kvarta yfir vitleysisganginum á höfninni, að byggja þar Breiðholtsblokkir í röðum og eyðileggja þannig möguleika á lágreistri byggð í stíl við umhverfið, tengda ferðamennsku og mannlíf sem hefði verið alveg einstakt í þessum litla firði. Verktakarnir verða að fá að græða á einhverju og þó mér finnist leiðinlegt að heyra utanaðkomandi hlæja að okkur fyrir þessa heimsku þá verður bara að hafa það. Það eru miklu meiri snillingar en ég sem ráða þessum hlutum.
Ég ætla heldur ekki að kvarta yfir því að bæjarstjórnin samþykki enn aftur að það megi merkja alla íþróttabúninga barna og unglinga sem stunda íþróttir í Hafnarfirði „Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf (nafn félags)“ .... fyrir smápening!
Nei, nei ég ætla ekkert að kvarta yfir því heldur að til standi að öll félög í barna og unglingastarfsemi sem vilja fá pening frá Ríó Tintó verði að merkja húsnæðið, flagga merkinu á mótum, setja merkið á heimasíðu, á bréfsefni, hafa það á byggingum, keppnissvæðum og halda svo keppni tileinkaða Alcan. Í alvöru, mér dettur ekki í hug að kvarta yfir því ef bæjarstjórnin samþykkir þetta, þó svo ég geti ekki nokkurn veginn skilið hvernig íþróttastarfsemi barna og unglinga í Hafnarfirði verði að lifandi auglýsingu fyrir eitt alræmdasta umhverfisglæpafyrirtæki heims skv. Google - því ef þið gogglið fyrirtækið og tengið við spillingu, illa meðferð á verkafólki, mengun, mannréttindabrot og fleiri ljót orð þá skiljið þið hvað ég á við, engin smáfjöldi innslaga. En þetta er ekki málið. Þetta er jú bara bisness er sagt og þá bara það.
Mig langar miklu frekar að kvarta yfir því að ruslið skuli ekki hirt oftar hérna í Setberginu. Tunnur troðfullar fyrir jól, búinn að hoppa á þeim tvisvar og svo var grátunnan ekki hirt nema rétt fyrir áramótin. Nýja bláa tunnan hefur ekki verið hirt frá því fyrri hluta desember en var hirt nú á þrettándann. Þetta var ekki vandamál áður, nú er þetta alltaf vandamál.
Mér finnst að flokkur eins og Vinstri Græn sem á að berjast fyrir verkalýðinn og náttúruvernd, gegn stórkapítali, alþjóðavæðingunni og mengun - eigi einmitt að standa sig í ruslinu. Sjálfstæðismenn mega braska, kunna á excel og reyna græða pening og eiga þá bara að standa sig í því, Samfylkingin má telja sig verja norræna velferðarkerfið og Framsókn má vera hvernig svo sem þeir eru þá stundina, þá veit maður það bara - en mér finnst vont að ruslið sem mengar bæinn okkar og hug barnanna skuli ekki hirt betur og það með VG bæjarstjóra við stjórnvölinn. Þetta er bara svo mikil mótsögn við það hvernig maður þekkir þessa blessaða fjórflokka að maður verður steinhissa á trassakapnum hjá þeim sem síst ættu að leyfa svona hlutum að gersat, tunnurnar og barnastarfið bara fyllist af rusli sem aldrei fyrr!
Skrifa ummæli