miðvikudagur, 17. júní 2009

Guðrún Jóns og Guðrún Jóns og Guðrún Jóns og fálkaorður



Þeir sem vilja fá fálkaorðu virðst eiga mikinn sjéns ef þeir heita Guðrún Jónsdóttir. Undanfarin fjögur ár hafa eftirtaldar Guðrúnar Jónsdætur fengið fálkaorður:


2006: Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna
2007: Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Selfossi, riddarakross fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu
2009: Guðrún Jónsdóttir bóndi, Arnbjargarlæk, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og velferðarmála.

Auk þessara Guðrúna hafa þessar Guðrúnar líka fengið fálkaorðu á þessari öld:

Guðrún Margrét Páldóttir, Guðrún Nielsen, Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún Kvaran

Til hamingju Guðrúnar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Get a life mister

Unknown sagði...

Feisbúkk?