föstudagur, 12. júní 2009

Framkvæmdastjóri og mannréttindafrömuður



Þannig hófust fréttir klukkan 17 á RÚV.

“Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flokksins....”

Ekki þurfti að taka fram hvaða flokk er um að ræða og líklega hefur texti þular verið skrifaður með stóru F og L

Nú er Jóndi semsagt orðinn framkvæmdastjóri FLokksins.

En þetta toppar þó ekki yfirlýsingu vikunnar,sem er frá mannréttindafrömuðinum Andrési. Hún er svona:

“Ég virði rétt fólks til að standa utan fésbókar.”

Gott hjá þér Andrés!

Kannski er það hugmynd að stofna fésbókarsíðu stuðningsmanna við rétt þeirra sem vilja standa utan fésbókar. Ha?

Engin ummæli: