mánudagur, 7. apríl 2008

Sammála sjálfstæðismanni !

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í dag að það detti engum ábyrgum stjórnmálamanni í hug að taka mark á ólöglegum aðgerðum.

Ég er yfirleitt ekki sammála Sjálfstæðismönnum – einhverra hluta vegna. En nú erum við Geir algjörlega sammála.

Nú gæti meira að segja verið komið til skjalanna alvöru verkefni fyrir jaðaríþróttahóp Björns Bjarnasonar, hina Íslensku Víkingasveit. Geta þeir ekki fjarlægt lögbrjótana?

Það er að minnsta kosti aumt lögreglulið sem lætur nokkra jarðvinnuverktaka, gröfueigendur og flutningabílstjóra hertaka höfuðborgina dag eftir dag.

Engin ummæli: