föstudagur, 18. apríl 2008

Dagur um 5 ára bekki: “…í sparnaðarskyni…”


Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi sagði í dag að hugmyndir borgarstjórnarmeirihlutans um væntanlega fimm ára bekki væru m.a. í sparnaðarskyni.


Leiksksólasvið Reykjavíkur hélt í dag ráðstefnuna; Rödd barnsins. Þar var Dagur einn frummælenda. Hann sagði að ákjósanlegt væri að grunnskólinn teygði sig í átt að leikskólanum en leikskólinn reyndi ekki að gerast grunnskóli þar sem væri einn kennari með 30 börn sem væri m.a. í sparnaðarskyni.

Dagur fór á kostum í erindi sínu en við þessa yfirlýsingu uppskar hann feiknamikið lófaklapp og gleðihróp frá þeim 324 konum og 8 körlum sem sátu ráðstefnuna auk Dags.

Það má skilja Dag þannig að Leikskólaráð Reykjavíkur undir forystu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, sem lagt hefur mikla áherslu á að koma á fót fimm ára deildum við grunnskóla borgarinnar, sé að reyna að létta á starfsmannahaldi og kostnaði við það, með þessum hugmyndum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ömurlegt að kennarar skuli alltaf setja sig á móti öllum breytingum.

Auðvitað verða ekki 30 5 ára börn í einni stofu.

Þetta er bara hræðsluáróður. Dagur er popúlískur loddari.

Það besta sem gæti hent reykvíska æsku er að byrja að læra fyrr.

Hörður Svavarsson sagði...

"Það besta sem gæti hent reykvíska æsku er að byrja að læra fyrr"

Þessi yfirlýsing Friðjóns segir allt sem segja þarf um viðhorf, þeirr sem vilja fimm ára bekki, til leikskólans.

Börn læra auðvitað ekkert þar - ha?