sunnudagur, 13. apríl 2008

Það sem ég ekki nenni...

…að blogga um. 1.

Það er t.d pólitíkin og efnahagsástandið. Það er bara svo leiðinlegt.
Það er t.d. svo leiðinlegt þegar menn skammast yfir því að krónan sé töluð niður og tala hana svo niður.


Það var ekki sölumannslegt þegar forsætisráðherra svaraði því til á heimsfrægum sjónvarpsfréttastöðvum að það væri eðlilegt að krónan hefði fallið mikið – hún var nefnilega of há skilurðu? Auðvitað féll krónan í kjölfarið, enda skiljanlegt þegar yfirsölustjórinn segir við heimsbyggðina að þessi vara hafi verið of hátt verðlögð fram að því.

Eða þá flokksforinginn í seðlabankanum sem skammaðist austur og vestur yfir því að menn væru að tala krónuna niður og ættu að hafa vit á því sóma síns vegna að gera það ekki.

Hvað gerist svo? Þessi banki lætur frá sér fara spá um að fasteignir muni hrapa í verði á næstunni. Ekkert minna ern 30% fall er ásættanlegt. Í hverju er megnið af eignasafni bankanna á Íslandi bundið? Er það ekki fyrst og fremst bundið í fasteignum landsmanna? Er ekki verið að spá hruni á innlendu eignasafni bankanna? Mun það ekki hafa áhrif á krónuna? Er krónan kannski bara veik fyrir því þegar ábyrgir stjórnmálamenn óska eftir stöðugleika í efnahagslífinu með því innleiða evru?

En þetta er eins og ég segi, svo leiðinlegt að ég nenni ekki að blogga um það.

Engin ummæli: