fimmtudagur, 31. júlí 2008

Nýr stíll



Ég kann ekki við þá nýju blaðamennsku á Eyjunni að skrifa Íslenskar fyrirsagnir og linka svo á erlendar greinar.


Ég get svosem lesið þetta dót á ensku en finnst miðillinn taka skref niður á við, verða einhverskonar linkasafn, get þá alveg eins googlað eða blaðað í BBC og þessu dóti.

Ég gæti ekki kraflað mig í gegnum franskar, þýskar, ítalskar og spænskar greinar. Er ekki von á þeim í kjölfarið?

Ég skil vel að það sé erfitt að halda úti góðu vefriti með lítilli ritstjórn og litlum tekjum væntanlega en ég er ekki viss um að þetta bæti Eyjuna. Er þetta ný ritstjórnarstefna sem er komin til að vera? Er Hallgrímur enn að deita fiskinn?


miðvikudagur, 30. júlí 2008

Bætur fyrir börn



Á morgun verða skattskrár lagðar fram. Þá hefst í árlega umræða um greiðendur hæstu skatta og hástökkvara ársins. Hæsta bóndann, hæsta lækninn, hæsta bankamanninn og þar fram eftir götunum.


Þá fara líka fram árleg viðtöl við stuttbuxnaherdeildir Davíðsæskunnar sem steðja fram að venju, merktar Heimdalli í bak og fyrir, til að mótmæla því að borgararnir fái upplýsingar um hvað aðrir einstaklingar leggja til samfélagsins. Allt undir merkjum mannréttinda.

Jafnframt álagningarseðlum fáum við barnafólk upplýsingar um barnabætur og hvort við erum innan tekjumarka barnabótaauka. Barnabætur verða sjaldan tilefni til fréttaumfjöllunar.

En hverslags þjóðfélag er það sem gerir börn og barneignir að andlagi bóta? Hverslags þjóðfélag er það sem greiðir bætur þeim sem ala börn?

Hversvegna njóta ekki börn persónuafsláttar eins og aðrir einstaklingar sem eru hluti af samfélagi okkar? Persónuafsláttar sem forráðamenn gætu nýtt sér eins og hægt er að nýta sér persónuafslátt maka.

Eru það mannréttindi að börn njóti ekki persónuafsláttar eins og annað fólk en samfélagið greiði þess í stað bætur þeirra vegna?


mánudagur, 28. júlí 2008

Hús, bús og launalús


Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Hanna Birna sé sammála borgarstjóra um að vera á móti tillögum að listaháskóla við Laug
arveg. Þetta Borgarstjórnarsamstarf er myndað utan um verndun 19. Aldar götumyndar Laugavegar og flugvallar í hlaðvarpanum.

Verð að vera sammála þeim. Þetta er forljótt kubbismahús sem getur vel haft sitt stolt eða reisn eða hvað hann sagði gæinn í Kastljósi, það passar bara ekki í umhverfið sem það er teiknað í.

Meðfylgjandi áróðursmynd breytir ekki skoðunum mínum á því. Undarlegt hvað allir eru dökkir og drungalegir fyrir framan gömlu húsin sem varpa skuggum sýnum í aðra átt en listaskólabyggingin sem ljómar af.



======

Bloggaði um Þórsmerkurljóð versus Baggalút á föstudag, Guðmundur gerir það núna en notar frekar gróft orðalag. Guðmundur, ég vil þú biðjist afsökunar!!!

Annars er þessi drykkju, svall og sexmæring popplaga í besta falli þreytt og subbuleg – eins og útihátíðir. Feministakellingin Hjálmar má eiga það, að hann hefur nokkuð til síns máls.

=====

Og aftur að verndun 19. aldar götumyndar.

Kostuðu ekki húsakaup borgarstjóra á Laugavegi 9 og 11 einn miljarð? Eða var það bara fimmhundruð miljónir. Ef hann pínir 160 leiðbeinendur í vinnuskólanum nógu mikið niður I launum fær hann eitthvað upp í kostnaðinn við húsakaupin.

Leiðbeinendurnir segja að þeir séu snuðaðir um 30.000 hver og einn miðað við sambærilega leiðbeinendur í félagsmiðstöðvum. Það er með góðu móti hægt að spara 15 millur á að kjaraklípa þetta unga fólk í sumarvinnunni sinni.

Sem táknar að eftir 70 ár verður Óli F. kominn með fyrir húsunum á Laugavegi sem hann og Hanna splæstu í. Góður leikur!



föstudagur, 25. júlí 2008

Feministi og Baggalútur í hár saman


Hjálmar Sigmarsson sem kallar sig ráðskonu karlahóps feminista var að hneikslast á nýju lagi Baggalúts, eða öllu heldur texta þess. Baggalútur tekur þessu illa upp og krefst afsökunarbeiðni.


Um þetta má lesa hér. Þar segir m.a. "Baggalútsmenn telja nauðgun viðurstyggilegt athæfi og fara fram á að ráðskonan (Hjálmar) biðjist opinberlega afsökunar á því að hafa logið því upp á höfunda og flytjendur lagsins að þeir hvetji til nauðgana. Hún væri maður að meiri fyrir vikið."

Hér má hlusta á nýtt lag Baggalúts, en synd væri að segja að það toppi hið grófyrta "Troddu þér inn í tjaldið hjá mér María María"

Hún Hjálmar á næsta leik.


fimmtudagur, 24. júlí 2008

Samhjálp í USA - en ekki hér.


Bandaríkjaþing leggur nú drög að því að húsnæðiseigendur í greiðsluerfiðleikum geti fengið ríkistryggð endurfjármögnunarlán. Jafnframt á ríkissjóður BNA að hafa svigrúm til ótakmarkaðra lánveitinga til tveggja stærstu íbúðalánasjóðanna auk heimildar til hlutafjárkaupa í þeim.

Á íslandi er beðið eftir staðfestingu frá Eftirliststofnun Efta um að ríkisstyrkir til Íbúðalánasjóðs brjóti gegn reglum EES. Fjármálaráðherra hefur boðað veigamiklar breytingar á Íbúðalánasjóði með haustinu. Sjálfsagt verður sjóðurinn lagður af í núverandi mynd.

Á Ísland er samt hugsanlegt að ríkisstyðja við einkabankana sem farið hafa offari í lántökum. Hummm.

Villa?

Hálft í hvoru finnst mér það viðeigandi að sleppa Té-inu úr þessari fyrirsögn;
Kraftlyfingar á Kvíabryggju




þriðjudagur, 22. júlí 2008

Sér hún ekki betur?


Afhverju sit ég svona hátt en þú ekki? spyr þriggja ára prinsessan í aftursætinu.

Af því að þú ert í barnabílstól svo þú sért örugg.
Já en afhverju er ég hátt uppi en þú ekki? ítrekar hún spurninguna.
Það er líklega svo þú sjáir betur út.
Svo ég sjái betur út. Ég sé girðingu, sérð þú hana?
Já ég sé þessa girðingu.
Þá sjáum við það sama.