mánudagur, 26. desember 2016

Jólasagan


Fallegasta jólasagan er fréttin um ungu konuna sem kaus að vera lokuð inni á bensínstöð um jólin. Það er eitthvað harmrænt en líka fallegt við þetta, einhver HC Andersen, sem lætur okkur sem getum notið aðfangadagskvölds með öðrum finna til einhvers samviskubits og samkenndar, gæti jafnvel gert okkur að betri manneskjum og betri hvort við annað.

Svo var tekið fram að stúlkan væri í annarlegu ástandi. Auðvitað er ástandið annarlegt þegar besti kosturinn á mestu fjölskylduhátíð ársins er að loka sig inni á læstri bensínstöð. Hugmyndafræði skaðaminnkunar myndi leggja til að þessi kona fengi fríar sprautunálar. En sem betur fer er samfélagið okkar ennþá þannig að henni stendur líka raunveruleg hjálp til boða. Og gleðileg jól kæru vinir.

Engin ummæli: