fimmtudagur, 22. maí 2014

Við krefjumst lækkunar


Það voru tímamót í íslenskum leikskólum í gær. Reykjavíkurborg réði Ólaf Brynjar Bjarkarson leikskólakennara sem skólastjóra við leikskólann Hagaborg.

Þar með fjölgar karlkyns leikskólakennurum sem eru leikskólastjórar á Íslandi um 100%.

Hundrað prósent er mikið. Gríðarlega mikið. En um leið segir talan okkur það hverslags kynjahalli er á þessum starfsvettvangi, þegar fjölgun um einn karlmann veldur 100% hækkun. Næsti karl sem borgin ræður fjölgar okkur ekki nema um 50%. Og það er auðvitað það sem við viljum sjá.

Það má því segja að við krefjumst prósentulækkunar, eða þannig...

Því betur má ef duga skal.


Engin ummæli: