þriðjudagur, 20. maí 2014

Blaðamaður í kosningabaráttu


Á undanförnum árum hef ég starfað við að hjálpa fólki með einum eða öðrum hætti. Ég vann hjá SÁÁ, er formaður í Íslenskri ættleiðingu og er skólastjóri í kópavogi. Í öllum þessum störfum hef ég átt gott samstarf við blaðamenn sem hafa farið vel og efnislega rétt með það sem okkur hefur farið á milli.

Nú hef ég gengið til liðs við Bjarta framtíð í Hafnarfirði og þá kem ég auga á nýja hlið í fréttamennsku.

Blaðamaður sem er fyrrverandi frambjóðandi á lista Samfylkingar hefur sérstakan áhuga á að spyrða saman framboð Bjatrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði, hann neitar fólki um að lesa yfir það sem hann ætlar að hafa eftir þeim og skrifar fréttir sem ekki er flugufótur fyrir og leggur út frá orðum fólks með hálfsannleik.

Tilgangur þessara skrifa er augljós, að hræða fólk sem er á svokölluðum vinstri væng frá því að kjósa Bjarta framtíð því þá sé verið að styrkja Sjálfstæðisflokk Rósu Guðbjartsdóttur.


Þetta er fyndin blaðamennska og öðruvísi en ég hef áður þekkt.

Vonandi gengur blaðamanninnum unga vel að vinna sér traust á nýja vinnustaðnum sínum, 365 miðlum, og vonandi byggir það traust á faglegum og traustum vinubrögðum eins og aðrir íslenskir blaðamenn eru þekktir af.



Engin ummæli: