föstudagur, 23. október 2009

Töggur


Þegar Alþýðusambandið og vinnuveitendasambandið fallast í faðma og halda sömu ræðuna stendur Árni Páll allt í einu upp og fer að tala röddu almennings


Það er orðið óskaplega þreytt að hlusta á forystumann svokallaðs alþýðusambands taka einhvern “Guðmund Joð” á línuna í fjölmiðlum, tala digurbarkalega og hóta stríði á vinnumarkaði ef ekki verði brugðist við hið snarasta... Svo verður ekki neitt úr neinu, samið um ekki neitt yfir kleinum. Ef til vill er næst á dagskrá hvíldarinnlögn á sólarstönd í Flórída hjá gasprarnum eins og forðum í boði Hafskips og Berta. Sjónarspil


En þá stormar fram félagsmálaráðherrann sem legið hefur undir ámæli fyrir að vera hægrisinnaður og talar eins og maður með meiningu.


“Markaðurinn er góður þjónn en afleitur herra. Það eru sígild sannindi þótt þau hafi gleymst í lestarferð Eimreiðarhópsins undanfarin 20 ár....


... Við munum ekki endurreisa jafn stóran mannvirkjageira og við höfðum og við þurfum að finna þeim mikla fjölda sem vann við sölu- og markaðsstörf í bóluhagkerfinu greiða leið til annarra starfa. Við ætlum ekki að endurreisa gærdaginn...


... Við eigum að standa með okkur sjálfum, setja viðskiptalífinu skýr mörk og verða ekki ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds með sama hætti og við eltum sérhagsmuni bankadrengjanna og útrásargosanna á undanförnum árum...”


Það eru töggur til! Ætti ekki að vera erfitt að vera í ríksstjórn með VG, var Árni kannski að tilkynna það?



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það voru ekki töggur í Árna að þvinga í gegn skjaldborgina loksins. Hún er algjör horror fyrir fjölskyldurnar í landinu sem eiga nú að fara að borga fyrir kúlulánþegana.

http://www.svipan.is/?p=1078

Unknown sagði...

Það er kannski rétt hjá þér Nafnlaus ég er einmitt að plægja í gegnum blogg Þórs Saari sem gerir miklar athugasemdir við málið http://thorsaari.blog.is/blog/thorsaari/entry/969749/

En ræðan var góð hjá Árna.