mánudagur, 26. október 2009

Andans stórmenni og Árni Páll


Ég var í hátíðarsal M.H. 1982 þegar Þursar héldu útgáfutónleika vegna plötunnar Gæti eins verið. Egill Ólafsson var í góðu stuði og lét vaða á súðum milli laga, sagði frá tilurð þeirra og meiningu.

Áður en Þursar fluttu lagið Pínulítill kall, sem þá hafði ekki heyrst fyrr opinberlega, lét hann þess getið að það væri tileinkað Vilmundi Gylfasyni.

Ég hef hrósað Árna Páli fyrir ræðuna sem hann hélt hjá ASÍ um daginn, hún var góð. En hann þarf að vinna meira til að eiga skilið samjöfnuð við það andans stórmenni sem Egill samdi lagið um.






Funn Boy three - alltaf jafn gaman af þessu meistaraverki, sem hefur enga dulda merkingu.


Engin ummæli: