fimmtudagur, 22. október 2009

Betra líf


Ég hef ekki farið inn á mbl.is síðan nýr ritstjóri var ráðinn að Mogga. Ég finn að ég get vel lifað án þess og er ekki frá því að líf mitt hafa batnað síðan þá.


Ég hef reyndar ekki nefnt þennan mann sem var ráðinn á nafn síðan í vor og það hefur góð áhrif á blóðþrýstinginn.


Mér er sagt að sumum ritstjórum finnist lítið til bloggs og bloggara koma. Það er í góðu lagi, mér finnst ekki ástæða til að vitna til sumra dagblaða eins og þau séu eitthvað merkilegri en eldhúsrúlla. Þannig er oft líkt á komið með fólki og áhugaleysi þess hvert á öðru, getur bætt lífsgæði þess.
Engin ummæli: