laugardagur, 24. október 2009

KvenfyrirlitningÉg horfði á hluta Kastljóssins í gær. Þar voru einhverjir strákar í einhverri hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir að ræða við Simma eða þarna hann hinn og kynna eitthvað ball eða svoleiðis. Allt gott og blessað listin þarf sitt plögg.


Nem strákarnir í bandinu voru búnir að klæða einn gaurinn upp sem stelpu og hún var nú höfð fremur vitgrönn stúlkan sú. Ljóskan hafði orðið lengst af, því strákarnir höfðu lítið til málanna að leggja og brandarinn í málinu átti að greinilega aðallega að ganga út á að svona ljóskur hefðu ekki áhuga á öðru en sofa hjá strákunum eða komast a.m.k. í náin kynni við þá. Toppi náði grínið þegar ljóskan fór að faðma og strjúka honum Simma eða þarna honum hinum.


Mér finnst þetta frekar mikil kvenfyrirlitning sko.
Og hér er linkur á viðtalið.


Engin ummæli: