laugardagur, 18. apríl 2009

Níðingsverk



Andrés kallar Ahahópinn skítadreifara Valhallar. Mér finnst það vel til fundið. Meðfylgjandi mynd og texti er af vefnum þeirra og ég man ekki eftir að hafa séð neitt lákúrulegra í Íslenskri kosningabaráttu.


Þetta eru makalausar dylgjur og aðdróttanir. Og það að klína orðinu spilling í fyrirsögn á myndina er auðvitað bara níð.


12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er Flokkurinn farinn að gera út fasistahópa?
Má búast við einkennisbúnum ungliðum á götunum?

Þetta hlýst af því að hafa siðblindingja í forystusveit Flokksins?

Nafnlaus sagði...

Þær hjá AHA apa þetta eftir nákvæmlega sömu taktíkinni sem beitt var gagnvart Þorgerði Katrínu og manni hennar, meðan hún var ráðherra.

Nafnlaus sagði...

ég ætla ekki að verja þetta. en eru þessi aha-hópur ekki að gagnrýna þessa einstaklinga með sama hætti og þeir gagnrýna aðra? voru ekki þau ekki með dygurbarkalegar yfirlýsingar um mútuþægni en gátu ekki með nokkrum hætti staðið á bak við orð sín eða kært viðkomandi til lögreglu fyrir mútuþægni?

Nafnlaus sagði...

Eva Joly hefur sagt að nauðsynlegt sé að kortleggja fjölskyldu- og ættartengsl í kringum rannsóknina. Mér dettur ekki í hug eina mínútu að Kolbrún Halldórsdóttir sé viðriðin spillingu en þessi mynd sýnir glöggt hve rannsóknin verður umfangsmikil - ef af henni verður.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta eiginlega koma úr hörðustu átt ...

Nafnlaus sagði...

Merkilegt að þeir séu að sparka í neðanmálstexta í Landic Pr.... eitt af þeim fyrirtækjum sem greiddi í SjálfstæðisFLokkinn.

Ásta B

Nafnlaus sagði...

Man einhver eftir því að Kolbrún Halldórs sat fyrir fáklædd í einu af tímaritum Samúels hér á árunum milli 1970 og 1980?

Nafnlaus sagði...

Djöfull eru menn sokknir djúpt í aumingjaskapnum.

Nafnlaus sagði...

dr. Gunni sagði eitthvað á þá leið að fylgi Sjálfstæðisflokksins færi ekki niður fyrir 19% þótt mannát sannaðist á forystuna, með myndum og öllu.

Sennilega er þetta rétt. En til að lyfta þessu á örlítið hærra plan vil eg benda á safaríkt viðtal við frambjóðanda sem þjóðin gæti orðið hreykin af að hafa á Alþingi:

http://www.dv.is/brennidepill/2009/4/17/laet-ekki-flaema-mig-ur-landi/

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Aumingja vesalings fólkið

- g

Nafnlaus sagði...

Hlynur, ég verð að segja að ég er hjartanlega sammála þér og öðrum bloggurum um þessa ömurðarsíðu AHA-hópsins en ég gef ykkur ekki prik fyrir kænsku.

Þessi netsíða AHA er svo aumkunarverð og á svo lágu plani að það er ekki þess virði að eyða orkunni í hana. Það versta sem svona fólki er gert er að hunsa það. Legg ég það til við þig og aðra bloggara.

pjotr sagði...

Ég verð nú að segja það að ef þeir aðilar (hvort sem um er að ræða Sjálfstæðismenn eða Samfylkingarfólk) sem standa að þessari síðu geta ekki fundið verri atriði en þetta í eiginn ranni er alls ekki illa komið fyrir stjórnmálastarfsemi í landinu.
Þeir sem vilja lögleiða klám, bræða ál, selja áfengi í matvöruverslunum eða selja sjálfákvörðunarréttinn til útlendinga svo eitthvað sé nefnt, kjósa að sjálfsögðu ekki VG.
Tlvitnanirnar í frambóðendur VG sýna mér aðeins að þar fer réttsýnt og heiðarlegt fólk sem þorir að segja umbúðarlaust það sem það stendur fyrir og óttast ekki dóm kjósenda.