þriðjudagur, 14. apríl 2009
Niðurlæging og hroki
Ég veit ekki af hverju fólk var að súpa hveljur yfir styrkjum frá fyrirtækjum til stjórnmálaflokka. Það er ekki eins og það sé einhver ný hugmynd að fyrirtæki setji stórfé í sjóði Sjálfstæðisflokksins.
Það er miklu merkilegra að stjórnmálamenn hafa sjálfir komið því þannig fyrir að nú þurfa hvorki þeir sjálfir eða sendisveinar þeirra að eltast við styrki frá fólki sem á peningana sjálft, þeir eru sóttir í sjóði þjóðarinnar. Og vel að merkja, þeir sem hyggja á ný framboð fá ekki neitt.
Samkvæmt tölum Stöðvar tvö í kvöld fengu stjórnmálaflokkarnir á fimmta hundrað milljóna árið 2007, úr sjóðum ríkisins. Það eru tæpir tveir milljarðar á kjörtímabili. Eftir árið 2006 þarf nefnilega ekki að betla – það er bara tekið.
Þessir þokkapiltar standa nú niðri á æðislega æruverðugu Alþingi og tala gegn stjórnlagaþingi. Það þykir ekki bara bruðl að stjórnlagaþing kosti nokkur hundruð milljónir. Hrokinn er svo mikill að það er talin stórkostuleg niðurlæging fyrir Alþingi að þjóðin geti valið einhverja aðra en fulltrúa flokkanna til að leggja drög að nýrri stjórnarskrá.
Eitt erum við að minnsta kosti sammála um. Niðurlæging Alþingis kemur ekki utan frá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
...og þú ætlar að kjósa... ????
já kannski kýs ég eitthvað Pétur
Er ekki rétt að taka sjensinn þegar maður hefur engu að tapa?
Gerum öðruvisi 25. apríl. X-O
Borgarahreyfingin hefur bjargað geðheilsu landsmanna, hvort sem þeir launa henni greiðann eða ekki.
Rómverji
Háááárrrrréééééttttt hjá þér Hörður!!!
Háleitar hugmyndir flestra stjórnmálamanna um sjálfa sig eru svo sjúkar að uggvænlegt má teljast. Og er þá vægt til orða tekið. Þeir voru ekki bornir í þennan heim til að útbúa fyrir i-okkur stjórnarskrá og lög - þeir hafa verið kosnir tímabundið til þess. Og það er í okkar valdi - ekki þeirra - að ákveða breytingar á því hvernig við högum þeim málum. Þetta finnst þeim vont að heyra og eiga í enn meiri erfiðleikum með að skilja.
Hjartanlega sammála þér Hörður. Stjórnlagaþing verður sett og það verður þjóðin sem setur það og þjóðin mun sitja þar, en ekki þessir flokksdindlar sem hafa hafa algjörlega sýnt fram á það að þeir eru ekki hæfir til að koma að verkinu.
Toni
Skrifa ummæli