föstudagur, 10. apríl 2009

Endurgreiðsla styrkja með verðbótum?



Eins og Silja Bára bendir á var eitt sinn bannað að hlægja á föstudaginn langa, það er því vel til fundið hjá þingflokki sjálfstæðismanna að koma saman í dag.


Allir góðir sjálfstæðismenn vita að ekki er hægt að afnema verðtrygginguna hún er það lögmál sem allir íslendingar þurfa að búa við og ekki til umræðu að afnema hana.

Í desember 2006 stóð vístala neysluverðs í 266 stigum, nú er hún komin í 334.

Sá sem tekur við styrk í desember 2006 og ætlar sér raunverulega að endurgreið hann, hlýtur því að greiða styrkinn á veðlagi dagsins í dag og e.t.v. með vöxtum líka.

Fimmtíu og fimm milljónir í desember 2006 eru með verðbótum sextíu og níu milljónir í dag.

Hóflegir vextir eins og þeir gerðust bestir þetta tímabil eru um fimm milljónir. Á þess 55 millur eru þá ekki reiknaðir vextir á verðbótaþáttinn sem þó er það réttlæti sem fjölskyldur í landinu búa almennt við. Og kannski væri viðeigandi að greiða dráttarvexti á illa fengið fé.

74 millur eða 55 - hvað verður endurgreitt af nýrri (af því hún er svo rosalega ný) forystu Sjálfstæðisflokksins?


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er ekki gott að bæta við siðbótum líka?

Nafnlaus sagði...

Voru þetta ekki myntkörfumútur?