sunnudagur, 12. apríl 2009

Þannig virkar lýðræðið



Ég var að taka af síðunni minni þennan link á síðuna nyttlydveldi.is þar sem er undirskriftasöfnun með áskorun um stjórnlagaþing. Undirskriftir þar eru nú orðnar 7601 og hefur nánast ekkert fjölgað í tvo mánuði.




Á nokkrum vikum hafa 9749 skrifað undir áskorun á Fésbókrasíðu um að Nói og Síríus framleiði aftur Strumpapáskaegg.


Þabblaþannig sko.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einmitt.
Fleiri vilja að Rúv sýni frá söngkeppni framhaldsskólanna og allavega þrisvar sinnum fleiri skrifuðu undir til að styðja við Skjá1 svo þeir myndu nú örugglega ekki missa af House og CSI.

En þegar kemur að framtíð barna þeirra, þá eru íslendingar nú ekki mikið að æsa sig.

Björn I

Nafnlaus sagði...

Lýðræðið er nú ekki mikils virði ef maður fær ekki að kjammsa á strumpapáskaeggi.

- g

Nafnlaus sagði...

Við þurfum ekki að kjósa nema einu sinni á mannsaldri.
Við göngum nefnilega í Flokkinn, borgum árgjald og ERUM efti það Framsóknar - Sjálfstæðis- Samfylkingarmenn eða annað. Okkur varðar ekkert um hvernig ráðamenn fara með umboðið. Stjórnmál eru skyldari trúarbrögðum hjá þjóð sem stærir sig af elsta "lýðræði" í heimi og sama gildir löghlýðnina. Getum hvorki gengið í röð né takt. Hæfni Íslendings til að búa í lýðræðisþjóðfélagi er ekki meiri en Afgana eða þá Íraka, sem við kenndum lýðræði með hervaldi.

Unknown sagði...

Blessaður vertu. Á nokkrum mánuðum söfnuðust um 5.000 undirskriftir á kjosa.is á meðan 80.000 manns skrifuðu undir að ljóshærðir Íslendingar litu ekki út eins og hryðjuverkamenn og Skjár1 náði á einni helgi 30.000 manns á lista til að mótmæla afnotagjöldunum.

Nafnlaus sagði...

eru það kannski strumpar sem stjórna landinu á laun?