mánudagur, 7. maí 2012

Ráð við röngum líkama

Eins og kemur fram í meðfylgjandi yfirlýsingu er ég fæddur i röngum líkama, en hef við því ágætt ráð sem ég hvet alla í sömu stöðu og ég til að nota - til að forðast einsemd...




sunnudagur, 6. maí 2012

Frekar feginn



Mér var frekar brugðið þegar ég las að samkomulag hefði verið gert við þá bræður úr Bakkavör að þeir gætu eignast fjórðungshlut í félaginu Bakkavör Group sem ekki tekst að greiða skuld sína við kröfuhafa. Mér var brugðið vegna þess að ekki vottar fyrir gagnrýni á þessa ráðstöfun í fjölmiðlum.

Ég varð því frekar feginn þegar ég sá sterka rödd Ara Matthíassonar sporna við þessu. Ég ætla að leyfa mér að birta hér texta Ara sem er ákaflega skýr.
Lífeyrissjóðirnir töpuðu 130 milljörðum á skulda-og hlutabréfakaupum tengdum Bakkavör, Existu og Kaupþingi. Nú eru þessir hinir sömu tilbúnir að eiga félag með Bakkabræðrum sem þó bera ábyrgð á bókhaldsbrellum og uppblásnu verði þessara fyrirtækja sem aftur var grundvöllur fyrir kaupum á skulda- og hlutabréfum. Albert Einstein sagði einu sinni: “Það er ekkert skýrara merki um geðveiki en að gera sömu hlutina aftur og aftur og vænta þess að útkoman verði öðruvísi.”
Ari bætir svo við:

"Fjármálaráðherra ræður miklu um Framtakssjóð Íslands og lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Ráðherra skipar m.a. stjórnarmenn í lifeyrissjóðum sem eiga Framtakssjóðinn.

Þessir sömu lífeyrissjóðir hafa tapað stórkostlegum fjármunum og mest á einni viðskiptablokk sem tengist Bakkabræðrum og Existu (Skipti ofl.). Nú er framkvæmdastjóri Framtakssjóðins fyrrum forstjóri Skipta og lífeyrissjóðirnir ætlað að hleypa Bakkabræðrum aftur til valda í Bakkavör.

Það hlýtur að vera sterk krafa á fjármálaráðherra að hún lýsi skoðun sinni og grípi til aðgerða, en ef ekki mun þegjandi samþykki tryggja henni fulla ábyrgð á því að hafa leitt þetta lið til valda á ný. Á meðan þingmenn öskrast á í málþófi þá er verið að skipta góssinu og til valda eru komnir að nýju hinir sömu og áður.

Ekki hefur verið skipt um neina embættismenn og allt er við hið sama inni í stjórnkerfinu. Þeir sem þurfa að eiga í samskiptum við embættismenn finna að hrokinn er aftur kominn og tilhlökkun í augun vegna vonar um að húsbænur þeirra komi aftur heim að loknum kosningum. Er ekki til nokkur kjarkur til að takast á við þetta lið?"
Takk Ari. Ég er frekar feginn að einhver hafði orð á þessu.



laugardagur, 31. desember 2011

Halli ársins

Halli ársins er verkalýsðforingi. Og sennilega eini verkalýðsforinginn sem stóð undir nafi sem slíkur árið 2011 - og svo lengi sem elstu menn muna.
Halli heitir Haraldur F. Gíslason þegar hann er formlegur, sem hann er sem betur fer mjög sjaldan. Hann orðaði kröfur leikskólakennara a mannamáli og það náði til þjóðarinnar.
"Deila sveitarfélaga og leikskólakennara snýst um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara vegna þess að þeir drógust aftur úr viðmiðunarstéttum. Til að setja þessa 11% í samhengi þá eru þau u.þ.b. 15.000 kr. hækkun á laun leikskólakennara eftir skatta og gjöld. Það er um ein ferð í Bónus"
Þessa einföldu framsetningu skildi fólk og tók afstöðu með kennurunum hans Halla. Leikskólakennarar gerðu flottan díl, sem sumir reyna svo að plokka af þeim - að sjálfsögðu. Voru þeir ekki kosnir til þess?



föstudagur, 30. desember 2011

Loforð ársins



Loforð ársins var reyndar ekki gefið á árinu, heldur á seinasta degi ársins 2010.


"...Á nýju ári þurfum við einnig að leiða til lykta áratuga deilur um auðlindamál. Við þurfum að ná sátt um nýjan grunn að sjálfbærri og sanngjarnri stefnu varðandi dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar, meðal annars um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem fólgin eru í vatninu, jafnt heitu sem köldu eiga að vera sameign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá málum að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en verið hefur til allra Íslendinga."


Samkvæmt slúðri í fréttatímum á að stíga stór skref í áttina að því að efna þetta loforð á ríkisráðsfundi 365 dögum eftir að loforðið var gefið. Það lýsir stefnufestu og er gott.



fimmtudagur, 29. desember 2011

Jólakort ársins


Það er orðið til siðs að senda ekki jólakort úr pappír. Ég tók upp þá hefð en mundi bara ekki fyrr en í dag að ég á blogg. Hér er jólakortið 2011 til vina og vandamanna.


sunnudagur, 18. september 2011

Eignarétturinn


Mér finnst það merkilegt að í þeirri frasakenndu umræðu um afnám skólaskyldu sem farið hefur fram undanfarna daga þá þykja það tæk rök að foreldrar eigi að fá að velja fyrir barnið SITT hvort það fari í skóla og hvað það læri.


Enginn gerir athugasemd við þennan meinta eignarétt foreldra á öðru fólki. Umræðan sem eltir illa rökstuddar upphrópanir um að afnema beri skólaskyldu snýst um hvort dönsk eða amerísk markaðshugsun sé heppileg sem fyrirmynd og hvort óhætt sé að heimila kennslu í sköpunarsögunni eða hvort betra sé að vera ligeglad í heimakennslu eins og danskurinn. En það er í sjálfu sér ekki dregið í efa að foreldrar hafi þennan eignarrétt á börnum og hafi rétt til að velja.


Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn. Á Íslandi er þorpið búið að koma sér saman um að tryggja öllum börnum þann rétt að fá uppeldi og menntun við hæfi í skólum sem reknir eru af samfélaginu. Það er merkilegt að sumum finnst réttur foreldra til að velja fyrir börn sem þeir hafa eignarétt á vera sterkari en réttur barnanna til náms við hæfi.


Það fer reyndar þannig þegar reynt er að kryfja til mergjar hugmyndirnar um afnám þessara grundvallarréttinda að fátt er dregið fram til að vinna þeim fylgi og því jafnvel borið við að þessu hafi nú bara verið kastað svona fram til að vekja athygli.


Það væri sannarlega til að kveikja viðbrögð og hreyfa við hugsun ef frjóir anarkistar og fyrrverandi sósíalistar myndu halda fram hugmyndum um afnám eignaréttarins. Umræða um svoleiðis hugmyndir gæti haft raunveruleg áhrif á samfélagið enda væri djarflegt að halda þeim fram.



fimmtudagur, 8. september 2011

Brot á jafnræðisreglunni !


Af hverju fá útlendingar ekki að kaupa lóð undir hótel en svo geta þeir keypt heilt bæjarfélag?