föstudagur, 30. desember 2011

Loforð ársins



Loforð ársins var reyndar ekki gefið á árinu, heldur á seinasta degi ársins 2010.


"...Á nýju ári þurfum við einnig að leiða til lykta áratuga deilur um auðlindamál. Við þurfum að ná sátt um nýjan grunn að sjálfbærri og sanngjarnri stefnu varðandi dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar, meðal annars um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem fólgin eru í vatninu, jafnt heitu sem köldu eiga að vera sameign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá málum að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en verið hefur til allra Íslendinga."


Samkvæmt slúðri í fréttatímum á að stíga stór skref í áttina að því að efna þetta loforð á ríkisráðsfundi 365 dögum eftir að loforðið var gefið. Það lýsir stefnufestu og er gott.



Engin ummæli: