laugardagur, 31. desember 2011

Halli ársins

Halli ársins er verkalýsðforingi. Og sennilega eini verkalýðsforinginn sem stóð undir nafi sem slíkur árið 2011 - og svo lengi sem elstu menn muna.
Halli heitir Haraldur F. Gíslason þegar hann er formlegur, sem hann er sem betur fer mjög sjaldan. Hann orðaði kröfur leikskólakennara a mannamáli og það náði til þjóðarinnar.
"Deila sveitarfélaga og leikskólakennara snýst um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara vegna þess að þeir drógust aftur úr viðmiðunarstéttum. Til að setja þessa 11% í samhengi þá eru þau u.þ.b. 15.000 kr. hækkun á laun leikskólakennara eftir skatta og gjöld. Það er um ein ferð í Bónus"
Þessa einföldu framsetningu skildi fólk og tók afstöðu með kennurunum hans Halla. Leikskólakennarar gerðu flottan díl, sem sumir reyna svo að plokka af þeim - að sjálfsögðu. Voru þeir ekki kosnir til þess?Engin ummæli: