sunnudagur, 5. október 2008
Eitt mikið diss ok pínlegt
Össur Skarphéðinsson sem m.a. hefur unnið sér það til frægðar oftar en einusinni að gerast skemmtikraftur eftir miðnætti og blogga af miklu hispursleysi svo vægt sé að orði komist er staðgengill formanns Samfylkingarinnar í forföllum formannsins.
Það er ögurstund og mikilvægar ákvarðanir teknar.
Samfylkingin er lýðræðislegur flokkur og vill vera það. Varaformaður flokksins er kosinn af flokksfélögum.
Núverandi varaformaður er hámenntaður og einmitt í þeim fræðum sem að gagni koma í krísunni núna. Hann er ekki í ríkisstjórn en hefur verið valinn af flokksfélögum, ekki bara einusinnu, heldur tvisvar.
Hver skipaði Össur í hlutverkið? Afhverju var hann settur í verkefnið en ekki varaformaðurinn eða bankamálaráðherrann, háttvirtur viðskiptaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála?
Ekki benda á mig...
Mín litla fjölskylda skuldbreytti óhagstæðu húsnæðisláni árið 2004. Svigrúmið sem við það fékkst var notað til að lagfæra þakið á húsinu okkar, við staðgreiddum þá viðgerð.
Við höfum ekki fengið okkur jeppa á erlendu láni, ekki fellihýsi og seinast þegar ég fór í utanlandsferð var það á vegum vinnustaðar míns árið 2006.
Allir þeir bílar sem ég hef keypt um ævina hafa kostað vel innan við milljón og þeir hafa aldrei verið fjármagnaðir með erlendu láni.
Mér hefur fundist menn í fjármálageiranum fara offari undanfarin ár og stjórnast af heimskulegri græðgi. Ég hef hlustað á viðvaranir við ofurvexti bankakerfisins og litlum gjaldeyrisforða. Ég hef fylgst með því hvernig krónubréf hafa stjórnað genginu og séð viðvaranir við því að einhverntíma komi að því að krónubréfin verði innleyst.
Ég hef eins og fjölmargir aðrir, meirihluti þjóðarinnar reyndar, kallað eftir evru því ég eins og aðrir er í þrælahaldi krónunnar.
Ég hef sé ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum og hundsa með bjánalegum rökum ákall um evru.
Mér finnst þessvegna óþolandi núna þegar menn á borð við Pétur Blöndal og Geir Haarde koma og hald því fram að við séum öll samábyrg og ástæðan sé að svo margir fengu sér jeppa. Það er óþolandi.
föstudagur, 3. október 2008
Þingrof
Þættinum hefur borist bréf:
"Ríkisstjórnin er gagnslítil í besta falli og Samfylkingingarráðherrar eru djúpt sokknir í að kóa með XD, Davíð og öllu rugli síðustu ára. Björgvin kokgleypti Glitnisleikþáttinn og er búinn að gefa Davíð alibí fyrir öllu. Eina manneskjan sem æmtir er Þorgerður Katrín.
Það er tímabært að Samfylkingin krefjist þess að lögum um Seðlabanka verði breytt, Davíð verði látinn fara og stefnt verði að umsókn um ESB aðild. Solla hlýtur að fara með þingrofsréttinn með Geir."
Ég er sammála þessu.
"Ríkisstjórnin er gagnslítil í besta falli og Samfylkingingarráðherrar eru djúpt sokknir í að kóa með XD, Davíð og öllu rugli síðustu ára. Björgvin kokgleypti Glitnisleikþáttinn og er búinn að gefa Davíð alibí fyrir öllu. Eina manneskjan sem æmtir er Þorgerður Katrín.
Það er tímabært að Samfylkingin krefjist þess að lögum um Seðlabanka verði breytt, Davíð verði látinn fara og stefnt verði að umsókn um ESB aðild. Solla hlýtur að fara með þingrofsréttinn með Geir."
Ég er sammála þessu.
fimmtudagur, 2. október 2008
Fljúgandi sjómenn
,,Þegar uppstreymið hættir er fall þeirra sem hæst fljúga mest,"
sagði Geir og bætti við að ekki bæri að örvænta þrátt fyrir þann stórsjó
sem þjóðarskútan siglir nú í gegnum.
Innihaldslausir frasar?
mánudagur, 29. september 2008
Húsbændur og hjú
Hásetar á mótorbátnum Baldri styðja skipstjórann sinn...
Nei afsakið - lögreglustjórar styðja Björn.
Einmitt.
sunnudagur, 28. september 2008
Gott sjónvarp og vont
Úr Silfri dagsins:
- Ef heldur fram sem horfir fer það á endanum svo að við höfum ekki gjaldeyri fyrir nauðsynjum.
- Lífeyrissjóðirnir eiga gríðarlegar fjárhæðir í eignum erlendis og gætu rétt íslenska hagkerfið af með fjármagnsflutningum inn í landið aftur.
- En það er ekkert til að fjárfesta í fyrir lífeyrissjóðina hér innanlands.
- Má ekki bjóða þeim orkuverin?
laugardagur, 27. september 2008
FH, einusinni á ári ! !
“Afhverju voruð þið svona lengi úr Árbænum til Hafnarfjarðar?”
spurði íþróttafréttamaðurinn á RÚV.
“Maður verður bara Íslandsmeistari einusinni á ári”
svaraði Heimir Guðjónsson þjálfari.
Og einhvernvegin fannst mér hann hafa inneign fyrir þessu svari.
Til hamingju FH.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)