laugardagur, 31. október 2009

Fé án hirðis


Vonandi næst góð sátt í villikindamálinu á vestfjörðum, en umræða um Icesave, endurfjarmögnun bankanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og stöðugleikasáttmála hefur tafið að málið hafi komist á dagskrá Alþingis og sé afgreitt eftir lýðræðislega umræðu af rétt kjörnum fulltrúum þjóðarinnar


miðvikudagur, 28. október 2009

Maður fólksins og maður fólksins

Þeir glöddust báðir tvíburanir Ingvar og Gylfi undir miðnætti í kvöld þegar ljóst var að þeir geta verið í fríi í eitt ár í viðbót. Það sem talið er hafa riðið baggamuninn nú er að Gylfi klæddist gamalli lopapeysu af Ásmundi Stefánssyni í öllum sjónvarpsviðtölum um helgina síðustu. Það þótti trúverðugt og sýna að hann er maður fólksins - eins og tvíburabróðir hans er líka.



þriðjudagur, 27. október 2009

Fastir liðir eins og venjulega...


Margt bendir til að ríksstjórnin hafi ekki ennþá lofað að skattleggja ekki inngreiðslur í lifeyrissjóðakerfið – forystumenn ASÍ og vinnuveitendur eru ekki sátt við þjóðarsátt.... stöðugleikasátt... ...en Vilhjámur vildi ekki tjá sig um eisntök atriði








mánudagur, 26. október 2009

Andans stórmenni og Árni Páll


Ég var í hátíðarsal M.H. 1982 þegar Þursar héldu útgáfutónleika vegna plötunnar Gæti eins verið. Egill Ólafsson var í góðu stuði og lét vaða á súðum milli laga, sagði frá tilurð þeirra og meiningu.

Áður en Þursar fluttu lagið Pínulítill kall, sem þá hafði ekki heyrst fyrr opinberlega, lét hann þess getið að það væri tileinkað Vilmundi Gylfasyni.

Ég hef hrósað Árna Páli fyrir ræðuna sem hann hélt hjá ASÍ um daginn, hún var góð. En hann þarf að vinna meira til að eiga skilið samjöfnuð við það andans stórmenni sem Egill samdi lagið um.






Funn Boy three - alltaf jafn gaman af þessu meistaraverki, sem hefur enga dulda merkingu.


sunnudagur, 25. október 2009

Hans Rosling og meðferð gagna


Það var minnst á Rosling í Silfrinu í dag sem frumkvöðul í framsetningu gagna. Í þessum bráðskemmtilega fyrirlestri má t.d. fá skilning á hvað barneignastefna stjórnvalda í Kína hefur gert fyrir velferð í landinu.


Svikin loforð

laugardagur, 24. október 2009

Kvenfyrirlitning



Ég horfði á hluta Kastljóssins í gær. Þar voru einhverjir strákar í einhverri hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir að ræða við Simma eða þarna hann hinn og kynna eitthvað ball eða svoleiðis. Allt gott og blessað listin þarf sitt plögg.


Nem strákarnir í bandinu voru búnir að klæða einn gaurinn upp sem stelpu og hún var nú höfð fremur vitgrönn stúlkan sú. Ljóskan hafði orðið lengst af, því strákarnir höfðu lítið til málanna að leggja og brandarinn í málinu átti að greinilega aðallega að ganga út á að svona ljóskur hefðu ekki áhuga á öðru en sofa hjá strákunum eða komast a.m.k. í náin kynni við þá. Toppi náði grínið þegar ljóskan fór að faðma og strjúka honum Simma eða þarna honum hinum.


Mér finnst þetta frekar mikil kvenfyrirlitning sko.




Og hér er linkur á viðtalið.


föstudagur, 23. október 2009

Töggur


Þegar Alþýðusambandið og vinnuveitendasambandið fallast í faðma og halda sömu ræðuna stendur Árni Páll allt í einu upp og fer að tala röddu almennings


Það er orðið óskaplega þreytt að hlusta á forystumann svokallaðs alþýðusambands taka einhvern “Guðmund Joð” á línuna í fjölmiðlum, tala digurbarkalega og hóta stríði á vinnumarkaði ef ekki verði brugðist við hið snarasta... Svo verður ekki neitt úr neinu, samið um ekki neitt yfir kleinum. Ef til vill er næst á dagskrá hvíldarinnlögn á sólarstönd í Flórída hjá gasprarnum eins og forðum í boði Hafskips og Berta. Sjónarspil


En þá stormar fram félagsmálaráðherrann sem legið hefur undir ámæli fyrir að vera hægrisinnaður og talar eins og maður með meiningu.


“Markaðurinn er góður þjónn en afleitur herra. Það eru sígild sannindi þótt þau hafi gleymst í lestarferð Eimreiðarhópsins undanfarin 20 ár....


... Við munum ekki endurreisa jafn stóran mannvirkjageira og við höfðum og við þurfum að finna þeim mikla fjölda sem vann við sölu- og markaðsstörf í bóluhagkerfinu greiða leið til annarra starfa. Við ætlum ekki að endurreisa gærdaginn...


... Við eigum að standa með okkur sjálfum, setja viðskiptalífinu skýr mörk og verða ekki ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds með sama hætti og við eltum sérhagsmuni bankadrengjanna og útrásargosanna á undanförnum árum...”


Það eru töggur til! Ætti ekki að vera erfitt að vera í ríksstjórn með VG, var Árni kannski að tilkynna það?



fimmtudagur, 22. október 2009

Betra líf


Ég hef ekki farið inn á mbl.is síðan nýr ritstjóri var ráðinn að Mogga. Ég finn að ég get vel lifað án þess og er ekki frá því að líf mitt hafa batnað síðan þá.


Ég hef reyndar ekki nefnt þennan mann sem var ráðinn á nafn síðan í vor og það hefur góð áhrif á blóðþrýstinginn.


Mér er sagt að sumum ritstjórum finnist lítið til bloggs og bloggara koma. Það er í góðu lagi, mér finnst ekki ástæða til að vitna til sumra dagblaða eins og þau séu eitthvað merkilegri en eldhúsrúlla. Þannig er oft líkt á komið með fólki og áhugaleysi þess hvert á öðru, getur bætt lífsgæði þess.




miðvikudagur, 21. október 2009

Alda Hrönn er æðisleg



Ég dáist að henni Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra á suðurnesjum. Alt frá því mansalsmálið komst fyrst í fréttirnar hefur hún ekki stigið feilspor, virðist einkar vel inni í málaflokknum og svör hennar bera vott um yfirvegun og yfirsýn.


Ég hef á tilfinningunni að árangur lögreglunnar í þessu máli sé einkum vegna þess hve Alda Hrönn var vakandi yfir því sem þarna var að gerast, en það er auðvitað bara tilfinning sem ég hef af því að aðstoðarlögreglustjórinn er svo traustvekjandi.


Mér finnst Alda æðisleg.