föstudagur, 1. maí 2009

Ekkiþjóðin baulaði á forseta ASÍSkrúðganga verkalýðsfélaga kom inn á Austurvöll undir klingjandi dixielanditónum lúðrasveitar. Þetta var einhverskonar kjötkveðjuhátíðarstemming. Þangað til formaður ASÍ tók til máls.


Fólkið sem Kjartan Gunnarsson myndi örugglega kalla skríl púaði og barði potta. Hver getur líka skilið svona yfirlýsingu:
“...aðilar vinnumarkaðarins... vilja semja um forsendur varanlegs stöðugleika”

Kannski vantar fólkinu verkalýðsforingja. Kannski vill það að verkalýðsfélögin standi með heimilunum í landinu en ætlist ekki til að almenningur borgi einn fyrir gróðærið og græðgina.

En hverjum er ekki sama? Það var örugglega ekki þjóðin sem baulaði á Gylfa.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku ASÍ. Takk fyrir láglaunataxtana. Allir taxtar eru láglaunataxtar.