sunnudagur, 8. mars 2015

1 prósent er æði



Formaður samtaka iðnaðarins var í útvarpsþætti rétt í þessu og hélt því fram að e.t.v. væri hægt að semja um 4 til 7 prósent launahækkun sem væri verulega mikil hækkun. Sjáið þið til sagði hún, Danir voru að semja um launahækkun núna upp á 1 prósent.

Það er eins og formaðurinn viti ekki að launa og skuldir almennings í Danmörku eru yfirleitt í sama gjaldmiðli.

Á Íslandi fær almenningur greitt í óverðtryggðri krónu en skuldir eru almennt verðtryggðar.

Alveg væri ég til í að semja um 1 prósent kauphækkun og verðtryggingu á laun.

Verðtrygging á laun er í raun eina færa leiðin til að taka verðbólguhvatann úr höndum fjármagnseigenda (bankar, lífeyrissjóðir og allir vondu kallarnir i feðraveldinu, eða þannig), fyrst menn treysta sér ekki til að legga verðtryggingu af.



Engin ummæli: