föstudagur, 6. febrúar 2015

Dagur leikskólans og viðhorfin


Var að hlusta á bæjarstjórn í bænum okkar fjalla um leikskólamál. Þar sagði fulltrúi Samfylkingar eftirfarandi:

"Það að setja börn í leikskóla er ekki val eða vilji fólks heldur neyðist fólk einfaldlega til þess”

Nú er félag leikskólakennara ekki nema 65 ára í dag og heldur upp á dag leikskólans af því tilefni. Kannski eigum við von á því einhverntíma á næstu 65 árum að stjórnmálamenn átti sig á mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigsins og að einmitt þess vegna velja umhyggjusamlir foreldrar það að börnin þeirra fari í leikskóla og þeir gera einmitt miklar kröfur um gæði og innihald skólastarfsins.


Engin ummæli: