þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Styttum leikskólakennara


Menntamálaráðherra er augljóslega í ruglinu ef hann heldur að hægt sé að fjölga leikskólakennurum með því að stytta nám þeirra. Ef það væri raunhæft gætum við bætt úr læknaskorti á Landspítala á örfáum árum með sama hætti. 

En ég er með lausnina.

Ég vil að leikskólakennarar verði styttir. Eitthundrað og fimmtíu sentímetrar ætti að vera algjört hámark fyrir leikskólakennara. Þannig færast þeir nær börnunum og álag á þá í starfi verður minna. Það mætti jafnvel hugsa sér að greiða þeim laun í samræmi við hæð eða öllu heldur læð. Stytting leikskólakennara mun breyta samfélaginu !


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilld...

Nafnlaus sagði...

læð?

Nafnlaus sagði...

Einmitt. Orðið læð er í anda alvörunnar í þessum pistli... Trufli það einhvern að orðið sé ekki til má spyrja hvort sá hinn sami ætli að stytta leikskólakennara.
HS