miðvikudagur, 26. janúar 2011

(Þrí)skipting valdsins


"Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 1994. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið ...og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000. Jón Steinar Gunnlaugsson var skipaður af Geir H. Haarde 15. október 2004 og Páll Hreinsson var skipaður af Birni Bjarnasyni 1. september 2007."

Eru þetta ekki allt sjálfstæðismenn skipaðir af sjálfstæðismönnum?

Hæstiréttur er sannarlega Sjálfstæður!


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allt er morkið eftir valdasetu sjálfstæðisflokksins. Ekki bara stjórnsýslan, heldur líka dómsvaldið.

Nafnlaus sagði...

Ertu með þessu að segja að þessir dómarar hafi dæmt þetta mál pólitískt en ekki samkvæmt lögunum? Eða hvað er það sem þú ert að reyna að segja með þessu?

kv
Gunnar Jóhannsson

Nafnlaus sagði...

Umræddir dómsmálaráðherrar eru allir Sjálfstæðismenn. Hins vegar dreg ég í efa að allir umræddir dómarar séu eða hafa verið virkir í sjálfstæðisflokknum.
Hér er hægt að lesa um félags og stjórnmálstörf dómara hæstaréttar:
http://www.haestirettur.is/control/index?pid=357
Garðar Gíslason hefur allann sinn starfsaldur verið dómari eða starfað við dómstóla og aldrei blandað sér í stjórnmálastarf.
Páll Hreinsson hefur ekki starfað innan stjórnmálaflokka, enda hefði hann varla verið skipaður af Alþingi í rannsóknanefndina ef hann hefði stjórnmála- eða viðskiptatengsl. Það kemur ekkert fram um Árna Kolbeins að hann hafi verið virkur í stjórnmálum. Gunnlaugur var í Vöku, félagi lýðræðisinnaðra stúdenta, en þar hafa margir sjálfstæðismenn starfað. Einnig var hann í Samtökum um vestræna samvinnu sem einnig tengist til hægri. Jón Steinar var náttúrulega á kafi í stjórnmálastarfi hjá Sjálfstæðisflokkum, enda er hann sennilega sá umdeilsti í hópnum.
Auðvitað mega dómarar eins og aðrir hafa eigin pólítísku skoðanir og kjósa þá flokka sem þeir vilja, og jafnvel ganga í flokka til að hafa áhrif á prófkör eins og mjög stór hluti þjóðarinnar gerir. Það þýðir samt ekki að þeir séu hlýðnir þrælar stjórnmálaflokka og dæmi ekki eftir lögum.
Kveðja
Geir Guðmundsson

Hörður Svavarsson sagði...

Takk fyrir þetta Geir. Þetta er rétt hjá þér.
Kv. HS