föstudagur, 3. júlí 2009

Að hengja upp þvottinn fyrir mömmuPrinsessan sem er orðin fjögurra ára óskaði eftir heimild til að hjóla fram og aftur gangstéttina við götuna okkar.


Ég veitti leyfið og lét þess getið að ég yrði inni í garðinum á meðan að hengja upp þvottinn.

“Fyrir mömmu?” sagði barnið þá og meinti svo innilega að það væri nú fallegt af mér að hjálpa mömmu svona.

Ég veit ekki hvaðan slíkar hugmyndir flögra inn í höfuð þessarar ungu sálar en trúi því að þær eigi ekki rætur í verkaskiptingu á heimilinu.

Kannski væri verkefni að vinna hér í bæjarfélaginu fyrir jafnréttisnefnd ef hún væri til. En hún er ekki lengur til, hún var lögð niður á síðasta bæjarstjórnarfundi og þó fulltrúa Vinstri grænna gæfist gott tækifæri til að forða því, þá þáði hann það ekki.

Þannig er það nú.