sunnudagur, 5. júlí 2009
Þúsundkallarnir búnir
Það er af sem áður var þegar á fimmta tug starfsmanna Reykjavíkurborgar voru með 900 þúsund krónur í kaup – eða er það ekki?
A.m.k. treystu samningamenn borgarinnar sér ekki til að gera samning við BSRB sem er samskonar og samningurinn sem BSRB gerði við ríkið.
Í samningnum við ríkið eru ekki gríðarlegar launahækkanir, síður en svo. Þeir sem eru með 205 þúsund í kaup fá t.d. tæplega hálfs prósent hækkun. Alls eitt þúsund krónur á mánuði.
Kannski er það bara rökrétt afstaða hjá Reykjavíkurborg að það taki því ekki að semja um svona.