laugardagur, 3. september 2011

Heyri ekki neitt, sé ekki neitt.... og þarf ekki að gera neitt


Árin 2003, 2004, 2005, 2006 og 2007 hlustaði ég á Þórainn Tyrfingsson vara við því að einmitt þetta mundi gerast, það kæmi upp HIV-faraldur hjá sprautufíklum. Hann vísaði til dreifingar á lifrarbólgu C innan hóps sprautufíkla og sagðist hugsa til þess með skelfingu hvað færi í gang þegar HIV kæmi inn í þennan hóp. Þessi varnaðarorð lét Þórarinn m.a. falla á stórri alþjóðlegri ráðstefnu árið 2007.


Það er eins og það þurfi aldrei að hlusta á sérfræðinga á Íslandi. Það liggja örugglega einhver annarleg sjónarmið eða hagsmunapot að baki því sem þeir segja. Líklega eru þeir að reyna að væla út meiri peninga.


1 ummæli:

Guðmundur Brynjólfsson sagði...

Og síst af öllum þarf að hlusta á Þórarinn Tyrfingsson. Alltaf þegar hann segir eitthvað fer í gang áróðursmaskína sem talar niður orð hans - honum er brigslað um að vera að "væla út meiri peninga" etc. etc.

Svo þegar orð hans rætast er það líka talað niður - þá þykjast allir koma af fjöllum og engin man Þórarinn - nema ætlaðir kverúlantar.

En af því að hér er ekki í tísku að læra af reynslunni þá mun þetta verða svona áfram. Um ófyrirsjánlega framtíð. Þessi orðræða og þetta hugsunarleysi mun lifa mig og þig og Þórarinn. Þetta skeytingarleysi og í raun mannfyrirlitning - sem birtist í því að skella skollaeyrum við svona viðvörunarorðum - er þjóðarböl.