sunnudagur, 2. janúar 2011

Sieg heil


Ég fæ stundum póst frá félagi sem heitir Sterkara Ísland, af því ég ritaði á undirskriftalista fyrir tveimur árum. Þetta félag hefur ágæt markmið en nafnið er þannig í laginu að það vekur eitthvað óbragð. Það er svo mikill keimur af þjóðernishyggju í því að mann langar ekkert að vera með.



3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já veistu mér líst bara vel á þetta, vona að stemmningin verði eins og á 12:34 hér
http://www.youtube.com/watch?v=njGrci0meW8

Nafnlaus sagði...

Fullt nafn mun vera STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða.

Það má til sanns vegar færa að líta má á nafnið sem þjóðernislegt. Væntanlega hefur nafnið verið valið til að höfða til þess að það sé Íslandi fyrir bestu að setjast á bekk með öðrum þjóðum - við það verði það sterkara en ella.

Markmið félagsins eru amk. skýr og um þau geta allir þeir sameinast sem vilja sjá Ísland meðal fullgildra aðila að ESB sem er að sönnu helsta vörn Evrópu gegn ófriði og að upp rísi að nýju ófögnuður á borð við þann sem nazismi Hitlers var.

... það er aðalatriðið.

Hörður Svavarsson sagði...

Nkl. Nafnlaus. Nafnið hljómar nánast eins og öfugmæli