laugardagur, 10. apríl 2010

Raunsönn mynd


Ég fékk sendan link á lista frambjóðenda til hinna ýmsu embætta í nýju stéttarfélagi stjórnenda í leikskólum. Þar blasir við raunsönn mynd af stöðu jafnréttismála í íslenskum leikskólum árið 2010.

Í framboði eru 29 konur og 1 karl.




8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, einhverntíma hefði hefði heyrst einhverstaðar hljóð úr horni...

Guðbjörn Guðbjörnsson

Jónína Óskarsdóttir sagði...

Karlmenn virðast bara því miður alls engan áhuga hafa á uppeldismálum meðan þar er engan pening að hafa og þetta speglar þá stöðu. Ég útskrifaðist úr Fósturskóla íslands 1992. Þar var einn karlkyns nemandi. Ég vann á leikskólum til 2000 og sagði stundum í ALVÖRU að ég hefði ekki séð karlmenn í 10 ár nema karlana í kjötinu í Melabúðinni.

Unknown sagði...

... og Ása! Það má eki gleyma honum. Vann með honum sem nema á Hjalla og síðan á Hagaborg.

Unknown sagði...

Þú ert þá á þeirri skoðun Jónína skólunum sé ekki stjórnað, þeir bara stjórnist af einhverju utanaðkomandi.

Stjórnum fyrirtækja og flokka er ætlað að sækja fólk en ríkjandi viðhorfið virðist vera að skólarnir séu ósjálfbjarga, þetta sé bara svona og ábyrgðin sé einhverstaðar annarsstaðar.

Unknown sagði...

Skólunum er stjórnað nær eingöngu af kvenkyns skólastjórum. Því skil ég ekki hvað á að vera athugavert við að konur séu eingöngu í framboði!? Það hefur ýmislegt verið gert til að reyna að laða karlmenn að uppeldisstörfum í leikskólunum en þeir virðast ekki hafa áhuga. Það er það sem ég er að segja.

Unknown sagði...

Það er ekkert athugavert við framboðið, en það gefur raunsanna og raunalega mynd af stöðu jafnréttismála í íslenskum skólum.

Það hefur ekkert verið gert til jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópi skólanna, það hefur enginn áhuga á því. Fólk hefur áhuga á að jafna kynjahlutfallið í störfum sem því finnst að skipti máli.

Jónína Óskarsdóttir sagði...

Er það ekki rétt munað hjá mér að karlkyns kennarar hafi verið í meirihluta í skólum meðan launin þóttu góð.

Nafninu á Fóstruskólanum var breytt breytt á sínum tíma í FóstURskólann til að koma til móts við karlmenn sem mögulega "slysuðust" þar inn.

Það hefur ekki verið mér vitanlega breytt nafni á heilum skóla til að laða að konur!?

Unknown sagði...

Ég veit ekki Jónína hvort nafni á skóla var breytt fyrir þrjátíu árum og sé ekki að það skipti máli og trúi ekki að þú sért í alvöru að tala um að það sé: "Það hefur ýmislegt verið gert til að reyna að laða karlmenn að uppeldisstörfum"

Mergurinn málsins er eins og þú nefnir: "Skólunum er stjórnað nær eingöngu af kvenkyns skólastjórum" og myndin af frambjóðendahópnum er því afar raunsönn. Svona kynjahlutfall þætti ekki ásættanlegt í nokkrri annarri starfsgrein.

Það hefur ekkert verið gert til jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópi skólanna, það hefur enginn áhuga á því. Fólk hefur eingöngu áhuga á að jafna kynjahlutfallið í störfum sem því finnst að skipti máli.