föstudagur, 22. janúar 2010

Hugmynd fyrir ríkisstjórn


Er það ekki ágæt hugmynd fyrir ríksstjórnina, ef henni líkar ekki niðurstaðan úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, að gera eins og gert
verður í Hafnarfirði, og kjósa aftur og jafnvel aftur þar til þóknanleg niðurstaða fæst?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er náttúrulega erfitt að kjósa aftur í Icesave af því að það hlýtur að fara einhver atburðarás af stað við höfnun, annaðhvort málaferli eða nýjar samningaviðræður.
En þetta verður pottþétt svona með esb kosningar. Kosið aftur og aftur þangað til það fæst "já".
Í Hafnarfirði á náttúrulega að setja einhver tímamörk í spurninguna, t.d: Ert þú fylgjandi því að Rio Tinto fái að stækka álver sitt í Straumsvík á næstu 10 árum?"


kv.
jens

pjotr sagði...

Ég segi nú bara fordómalaust "Þú hýri Hafnarfjörður"
ps kjósa bara um það hvort það eigi að kjósa endalaust um málið eða ekki.

Nafnlaus sagði...

Hafnfirðingar eru greinilega brandari. Það hefur verið sýnt fram á það að hávaði - já hávaði frá álverinu eftir stækkun, verði óbærilegur í nágrannabyggðum.
Fyrir nú utan þá finnst mér þetta bara hreint ekki vera einkamál Hafnafjarðar heldur alls höfuðborgarsvæðisins.