laugardagur, 28. nóvember 2009

Köttum þetta af krökkunum


Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Síðar - hvað er það? Er það þegar kreppan er liðin hjá?


Semsagt - í stað þess að lækka greiðslur til foreldra eru foreldarnir teknir frá börnunum mánuði fyrr.

Sparnaður ríkisins verður sá sami – börnin blæða á línuna.

Eru ekki allir hagsmunahópar ánægðir með það?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefur þekkingu á málinu. Ég met það

Nafnlaus sagði...

28. nóvember 2009 23:08
Nafnið er Sævar Helgason. Ég kann ekki á systemið-Hörður

Einar Jón sagði...

Getur einhver mér fróðari maður útskýrt hvernig frestun á greiðslu verður að sparnaði?

Heitir þetta ekki að velta á undan sér vandanum?

Hörður Svavarsson sagði...

Jú þetta er rétt athugað hjá þér Eiar Jón. Það er svipuð gagnsemi í þessu og í úrræðum ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin. Tímabundin lækkun greiðslubyrði er auðvitað ekki sparnaður. Engu að síður er niðurstaðan sú að þessar aðgerðir bitna á börnunum.

Hörður Svavarsson sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

http://visir.is/article/20091129/FRETTIR01/104936098+

"Málið er það ef þessi kona er tekjulág þá tekur hún ákvörðun og velur sex mánuði. Hennar fæðingarorlof skerðist tiltillögu lítið því hún er það tekjulág því verið að verja þann hóp"

Heimskulegustu rök sem ég hef heyrt.
Við 17% skerðingu eru 250.000 orðnar 207.500 krónur. Eins og mann munar ekki um 42.500 á mánuði? Frekar myndi ég kjósa 75% skerðinguna eða að þessi eini mánuður yrði tekinn af mér, verðandi föður.

-Ingvar