mánudagur, 2. nóvember 2009

Er þetta sjálfstæði?



Menn hafa svolítið verið að súpa hveljur yfir því að Lilja Mósesdóttir segist ekki ætla að styðja Icesavefrumvarp ef það kemur óbreytt til afgreiðslu Alþingis. Ég hlustaði á hana í Silfri Egils og mér fannst mun merkilegri yfirlýsingin hennar um að erlendir kröfuhafar bankanna komi í veg fyrir að hægt sé að afskrifa skuldir heimilanna.


Ég hef ekki heyrt það staðfest áður að erlendir kröfuhafar séu sá kraftur sem enginn mannlegur máttur fær ráðið við og því sé ekki hægt að afskrifa skuldir heimilanna.


Mér finnst það raunar umhugsunarvert að nú er lagt kapp á að erlendir kröfuhafar bankanna yfirtaki þá. Þar með eignast þessir nafnlausu kröfuhafar allt bankakerfið, en fá jafnframt eignarhald á skuldum heimilanna og þar að auki eignarhald á helming íslenskra fyrirtækja en þau heyra nú undir eignarhaldsfélög bankanna.


Ég hef ekkert á móti útlendingum, ég held raunar að ekki væri betra að allt hagkerfið væri komið í hendur innlendra kröfuhafa bankanna. En ég sé ekki að hægt sé að halda því fram að þjóðin sé sjálfstæð þegar bankakerfið, heimilin og fyrirtækin í landinu eru öll komin á einhverjar nafnlausar hendur erlendra kröfuhafa bankanna. Er hægt að tala um lýðræði við slíkt skipulag?


Er ekki bara betra að send bréf til Norge eða DK og óska eftir vinveittri yfirtöku lýðræðisríkis, sem kann að hugsa um hagsmuni þegnanna?



5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er skrítið að engin mannlegur máttur getur afskrifað skulir heimilana vegna erlendra kröfuhafa og væntanlegra eigenda bankanna. Það er hins vegar "piece of cake" að afskrifa milljarða tugi glæpafyrirtækja?
Skrítið!

Nafnlaus sagði...

Skuldir heimilanna eru mest húsnæðisskuldir og þær eru flrestar í eigu Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna, en ekki í eigu erlendu kröfuhafa bankanna.

Það er minnihluti slíkra lána sem þar er.

Hörður Svavarsson sagði...

"Það er minnihluti slíkra lána sem þar er."

Segir hver?

Nafnlaus sagði...

Já, magnaður andskoti. Gráðugir áhættufíklar sem gömbluðu með íslensku krónuna og lífskjör almennings eru um það bil að eignast íslensku bankana.

Svo er þetta kynnt sem alveg sérstök himnasending af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstir grænna.

Fátt lýsir betur stöðu landsins eftir frjálshyggjutilraun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

P. S.
Bankarnir eru víst tæknilega ekki einkavæddir á ný (að forspurðum almenningi), að sögn viðskiptaráðherra. Þeir "lenda" bara í höndunum á þessu liði.

Áfram Ísland! Gamla Ísland.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Þú segir nokkuð...

Arnar