fimmtudagur, 16. júlí 2009
N1 merkisdagur...
Mín vegna hefði þetta mátt vera DBS, LSD, STP eða BSRB ég er svo rosalega langþreyttur á þessu þvargi.
Mín pólitíska afstaða felst í því þessa dagana að ég er að reyna að rækta garðinn minn.
Og svo brýni ég ljáinn, það þarf örugglega bráðum að fara að slá.
sunnudagur, 5. júlí 2009
Þúsundkallarnir búnir
Það er af sem áður var þegar á fimmta tug starfsmanna Reykjavíkurborgar voru með 900 þúsund krónur í kaup – eða er það ekki?
A.m.k. treystu samningamenn borgarinnar sér ekki til að gera samning við BSRB sem er samskonar og samningurinn sem BSRB gerði við ríkið.
Í samningnum við ríkið eru ekki gríðarlegar launahækkanir, síður en svo. Þeir sem eru með 205 þúsund í kaup fá t.d. tæplega hálfs prósent hækkun. Alls eitt þúsund krónur á mánuði.
Kannski er það bara rökrétt afstaða hjá Reykjavíkurborg að það taki því ekki að semja um svona.
föstudagur, 3. júlí 2009
Að hengja upp þvottinn fyrir mömmu
Prinsessan sem er orðin fjögurra ára óskaði eftir heimild til að hjóla fram og aftur gangstéttina við götuna okkar.
Ég veitti leyfið og lét þess getið að ég yrði inni í garðinum á meðan að hengja upp þvottinn.
“Fyrir mömmu?” sagði barnið þá og meinti svo innilega að það væri nú fallegt af mér að hjálpa mömmu svona.
Ég veit ekki hvaðan slíkar hugmyndir flögra inn í höfuð þessarar ungu sálar en trúi því að þær eigi ekki rætur í verkaskiptingu á heimilinu.
Kannski væri verkefni að vinna hér í bæjarfélaginu fyrir jafnréttisnefnd ef hún væri til. En hún er ekki lengur til, hún var lögð niður á síðasta bæjarstjórnarfundi og þó fulltrúa Vinstri grænna gæfist gott tækifæri til að forða því, þá þáði hann það ekki.
Þannig er það nú.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)