Það stendur upp úr í fréttum vikunnar að ferðamenn
kúka ekki í klósett og það er íslensku þjóðinni að kenna af því hún skaffar
ekki klósett. Ferðamenn borga auðvitað fyrir þjónustu segir ferðaþjónustan.
Þeir þrá að borga, elska að endurgjalda þjónustu með péníngum segir
ferðaþjónustan.
Svo kemur upp úr dúrnum að það eru 54 klósett
á Þingvöllum sem túristar tíma ekki að borga fyrir að nota. Kúka frekar á
kjarrivöxnum leiðum þjóðskálda og koma glottandi út úr runnanum. Skítaglott fær
nýja merkingu.
Ekki þarf að hafa áhyggjur af
heilbrigðiskerfi. Af ráðafólki að dæma hefur verið veitt góð þjónusta þrátt
fyrir neikvæðar fyrirsagnir blaða. Þegar hjúkrunarfræðingar fara verður
þjónustan veitt með öðrum hætti, það verður ekki vandamál. Vandinn er bara
fyrirsagnir í blöðum.
Svona var þessi vika í fréttunum. Skítsæmileg
barasta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli