mánudagur, 28. júní 2010

Dóp fyrir meira en milljarð


Samkvæmt verðskrá götunnar er andvirði amfetamínsins sem lögreglan lagði hald á í Norrænu gríðarlegt. Talað er um að hægt sé að framleiða 264 kíló af amfetamíni úr efnunum sem lagt var hald á en grammið af amfetamíni kostaði að jafnaði 4.680 krónur á götunni í apríl samkvæmt könnun SÁÁ.


Þessi fíkniefni hefðu því verið seld fyrir eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna, það er tvöföld sú upphæð sem SÁÁ hefur til ráðstöfunar til að lækna alkahólista og aðra vímuefnafíkla.


Plentí of monní - eins og skáldið sagði.


Engin ummæli: