Einn mesti áhættuþáttur í rekstri
sveitarfélaga eru samningar við ríkið. Sveitarfélög hafa ekki farið vel út úr
þeim viðskiptum þó undirbúningur hafi stundum staðið árum saman.
Rekstur sveitarfélaga á
grunnskólum varð ekki til að bæta skólakerfið og hefur reynst mörgum þungur.
Yfirtaka sveitarfélaga á málefnum fatlaðra hefur heldur ekki orðið til að létta
rekstur eða koma á tímamótaúrbótum í þessum málaflokki.
Áhættan er mikil
Áhætta sveitarfélaga felst í því að samið er við ríkið um fjármagn á grundvelli þjónustu sem verið er að veita þegar samningar eru gerðir en að afloknum samningum hefur ríkið allt vald og öll tækifæri, með setningu laga og reglugerða, til að gera kröfur til hins nýja rekstraraðila um nýja eða aukna þjónustu.
Áhætta sveitarfélaga felst í því að samið er við ríkið um fjármagn á grundvelli þjónustu sem verið er að veita þegar samningar eru gerðir en að afloknum samningum hefur ríkið allt vald og öll tækifæri, með setningu laga og reglugerða, til að gera kröfur til hins nýja rekstraraðila um nýja eða aukna þjónustu.
Til að jafna mismunandi
útgjaldaþörf sveitarfélaga sem ekki er fyrirséð þegar sveitarfélög taka yfir
málaflokka sem heyrt hafa undir ríkið sækja sveitarfélög í jöfnunarsjóð
sveitarfélaga, en þau greiða líka í sjóðinn hlutfall af útsvarstekjum sínum.
Viðskipti Hafnarfjarðarbæjar við jöfnunarsjóðinn hafa ekki verið bænum hagstæð ef litið er til undanfarinna ára. Það mætti jafnvel halda því fram að í gegn um jöfnunarsjóðinn, sem er afar ógagnsætt fyrirbæri, hafi Hafnarfjörður styrkt skólastarf í nágrannasveitarfélögum eins og t.d. Garðabæ á undanförnum árum.
Viðskipti Hafnarfjarðarbæjar við jöfnunarsjóðinn hafa ekki verið bænum hagstæð ef litið er til undanfarinna ára. Það mætti jafnvel halda því fram að í gegn um jöfnunarsjóðinn, sem er afar ógagnsætt fyrirbæri, hafi Hafnarfjörður styrkt skólastarf í nágrannasveitarfélögum eins og t.d. Garðabæ á undanförnum árum.
Með ofangreint í huga vekur það
töluverða undrun að heyra í sjónvarpsfréttum á mánudagskvöldið að þrjú
sveitarfélög á höfuðbrorgarsvæðinu hafi áhuga á að taka við rekstri
framhaldsskóla og að Hafnarfjarðarbær sé eitt þeirra.
Förum varlega
Það er gott að hafa metnað og gott að hafa trú á að maður geti sjálfur gert það betur sem öðrum hefur ekki tekist nógu vel. Flensborgarskóli í Hafnarfirði er ein af stofnunum ríkisins sem hefur verið í hvað mestum rekstrarvanda undanfarin ár og ítrekað hafa fjárveitingar ekki dugað fyrir rekstrarkostnaði.
Það er því ljóst að meintur áhugi Hafnarfjarðar á að reka skólann er ekki til að maka krókinn á umframfjármagni sem bíður í stöflum í Flensborg.
Það er gott að hafa metnað og gott að hafa trú á að maður geti sjálfur gert það betur sem öðrum hefur ekki tekist nógu vel. Flensborgarskóli í Hafnarfirði er ein af stofnunum ríkisins sem hefur verið í hvað mestum rekstrarvanda undanfarin ár og ítrekað hafa fjárveitingar ekki dugað fyrir rekstrarkostnaði.
Það er því ljóst að meintur áhugi Hafnarfjarðar á að reka skólann er ekki til að maka krókinn á umframfjármagni sem bíður í stöflum í Flensborg.
Hafnarfjarðarbær sætir eftirliti
Eftirlitsnefndar sveitarfélaga og skuldar 225% árstekna sinna og því er
mikilvægt að fara varlega. Sveitarfélagið er hins vegar að ná tökum á
rekstrinum og það eru mjög jákvæðar fréttir og því er mikilvægt að taka ekki
óþarfa áhættu núna.
Ég hlakka því til þegar þeir sem
stjórna Hafnarfjarðarbæ opna umræðuna um áhuga sinn á yfirtöku á verkefnum
ríkisins og gera grein fyrir því hvernig þeir sjá fyrir sér ávinning af slíkri
yfirtöku og hvernig eigi að forðast áhættu, sem við höfum brent okkur á áður.
Það er mikilvægt að gefa bæjarbúum tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós
um svona stór og mikilvæg mál. Tölum saman.