Fyrir nokkrum árum
var mér boðið á ráðstefnu þar sem kór leikskólabarna setti dagskránna með söng.
Í hópnum voru tvö börn með fötlun og annað þeirra, heyrnarskerti drengurinn,
var staðsett við enda raðarinnar hægra megin og stúlkan í hjólastólnum var á
enda kórraðarinnar vinstra megin.
Starfsfólki í leikskólanum Múlaborg, sem var með mér á þessari samkomu, var brugðið. Þau sögðu að þessi uppstilling segði auðvitað ekkert um hvernig þjónustu og framkomu þessi tvö tilteknu börn fengju í leikskólanum sínum en þetta væri sterk táknræn jaðarsetning fólks með fötlun og það bæri að gæta að því sérstaklega, að sýna þau sem hluta af hópnum með öðrum hætti.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég skoðaði myndir í tilefni af undiskrift kjarasamninga í gær.
Starfsfólki í leikskólanum Múlaborg, sem var með mér á þessari samkomu, var brugðið. Þau sögðu að þessi uppstilling segði auðvitað ekkert um hvernig þjónustu og framkomu þessi tvö tilteknu börn fengju í leikskólanum sínum en þetta væri sterk táknræn jaðarsetning fólks með fötlun og það bæri að gæta að því sérstaklega, að sýna þau sem hluta af hópnum með öðrum hætti.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég skoðaði myndir í tilefni af undiskrift kjarasamninga í gær.
Þarna sjáum við nokkra vel haldna karla á sjötugsaldri höndla og möndla um kjaramál og tvær konur á jaðrinum. Önnur aðgerðarlaus til hliðar við undirskrift og hin, sem þó er skrifstofustjóri, að hræra í vöfflur.
Þessi táknræna jaðarsetning þarf auðvitað ekki að segja neitt sértakt um hugafar og stefnu karlanna sem ráða, en vekur eðlilega spurningar um hver tengsl þessara gaura eru við nútímann og það fólk sem þeir eru að semja fyrir.
Þetta sagði Stefán Garðarsson vinur minn t.d. í gær um þennan samning sem þarna kom til undirritunar:
“...ég er nú ekki fæddur í gær, hef upplifað kjaraviðræður i áratugi. Þær eiga það allar sameiginlegt að megin markmiðið er að hækka lægstu laun. Ég spyr, lýkur þessum lið aldrei? Skrifa menn alltaf undir lélega samninga?
Þetta minnir á velferðastjórnina sem var í fjögur á að bæta hag þeirra sem verst voru staddir. Þegar það kom að hinum með skuldaleiðréttingu, þá stóðu fyrverandi ráðherrar upp og kröfðust þess að staða þeirra sem verst voru staddir yrði bætt i stað hinna. Ég spyr, gerði þá velferðarstjórninn ekki neitt fyrir þá sem verst voru staddir, verkið var allavega enn óunnið.”
Og þetta sagði Kristján Ari Arason vinur minn í gær um þessa samninga:
“Nú á myrkasta degi ársins er svokallað "Alþýðusamband" búið að semja um 2,8% kauphækkun til eins árs. Fráleit niðurstaða að mínu mati og endurspeglar skilningingsleysi á kjörum fólks á Íslandi í dag. Loðnar yfirlýsingar um takmarkaðar verðhækkanir næstu mánuðina bæta ekki upp þá kjaraskerðingu sem orðin er í formi verðlagsbreytinga og verðbólgu. Mér er orða vant ...”
Er e.t.v. kominn tími til að setja þessa samningamenn til hliðar í atkvæðagreiðslu um samningana á næstunni?