Í gær lauk Ljósanótt í Reykjanesbæ. Um tuttugu þúsund manns voru á hátíðinni og samkvæmt fréttum fór allt vel fram, engar fréttir af nauðgunum.
Um miðjan ágúst skemmtu þúsundir sér á Fiskideginum mikla á Dalvík. Samkvæmt fréttum fór hátíðin vel fram, hlýtt var í veðri og gestur skemmtu sér fram undir morgun. Þaðan bárust ekki fréttir af nauðgunum.
Hinsegin dagar voru haldnir hátiðlegir aðra helgina í ágúst. Þúsundir tóku þátt í skemmtanahaldi, meðal annars gleðigöngu. Veður var með verra móti en allt fór vel fram samkvæmt fréttum og engar fréttir bárust af nauðgunum.
Svokölluð Menningarnótt var haldin hátíðleg í Reykjavík þann 18. ágúst. Talið er að um áttatíu þúsund manns hafi verið saman komnir í miðbænum þegar hæst stóð. Hátíðn fór vel fram og ekki bárust fregnir af nauðgunum.
Nauðganir virðast ekki vera óhjákvæmilegur fylgifiskur hátíðahalda á Íslandi samkvæmt þessu. Það er gott.